lunes, mayo 30, 2005

Hugarhrufl

Hvað er að hrjá Snótin ??? Ekkert alvarlegt "sossum" en ástkær Reikistjarna benti lesendum sínum á fábæra listakonu Nicolette sem hefur gjörsamlega snert alla strengi í mínu auðmjúka hjarta. Ég er búin að setja eitt af hennar verkum sem skjámynd og og og mig langar bara að kaupa það.

Hugarhrufl og auðmjúkt hjarta þurfa að grafa oní budduna og finna nokkra þúsundkalla/evrukalla og láta slag standa. Ó já ég er ánægð að ætla kaupa mér eitt stk. málverk eftir jafn áhugaverða listakonu og raun ber vitni.

Á ég eða á ég ?

viernes, mayo 27, 2005

Kaffibrún eftir hádegismat.

Það má segja að margt hefur Snótin gert sniðugra í lífinu en að fara með tveimur Über Íslenskum karlmönnum í hádegis-snarl og velja eina borðið sem stóð í brennheitri sólinni.

Hálfpartinn leið Señoritunni eins og túrhesti nema hvað að mærin var toppklædd í svörtu. Svo heitt var að hvítvínsglasið var orðið sjóðandi og sódavatnið virkaði eins og flugeldasýning á gamlárskv. Þrátt fyrir kvein og stunur þá smakkaðist tómatsúpan með afbrigðum og salatið gott eins og venjulega. Salat er gott og hollt og grennir. Grennir ef maður sleppir sér í öllu hitaeiningaríku.

Who said that life would be a straight ride.

Talandi um svona "ride" ´Snótin fór einu sinni í vatns-renni-brauta-garð með Valla og Boggu og Jóni og það var bara gaman. Næstum því dó á leiðinni niður þar sem öndunarfærin voru staðsett í loftrými en þar sem lungun er stór þá reddaðist þetta fyrir horn og hamingja í lofti. Góð Benidorm ferð enda margt brallað, diggað við hina og þessa vespugæja og svo var hlegið dátt. Já og farið í hairdue svona líka horbjóðslega en thats life. Stundum eru góðir dagar betri en sumir!

Nú er Snót heitt í kroppi og sötrar kaffi til gleði.

martes, mayo 24, 2005


hummm, margt ad velja hér. Ekki slaemt ad láta hugann leida um gylltan veg HVNGARI. Mjög flott hönnun.........................finst Zyrnirosinni allavega. Posted by Hello

lunes, mayo 23, 2005


Er zetta nýji bíllinn minn í haust ? Posted by Hello

martes, mayo 17, 2005

Úti leika vindar

Burrrrrrrr......Hrollur leikur um Snótina sem fór léttklædd til starfa. Hvern hefði grunað annann eins Garra og leikur um okkur núna. Aldrei þessu vant fór mærin hvorki með jakka né slæðu og nýti sér hins vegar UMFRAMÞYNGDINA til að iljast á. Snótin er enginn Guðlaugur í eðli en nýtir sér umframþyng svo í raun þá er bannað að kvarta. ;)

Það er bara gleði sem hríslast um sál og langar Snótina að vera á hlýrri stað þessa stundina.

Mikill vill meira.

sábado, mayo 14, 2005

Að kunna svo margt...

...Og vita svo lítið

Hugsunin er djúp og stórkostleg. Snótin horfir út um hreistraða sálaraugað og sér hversu oggu SMÁ hún er. Vanmáttug og Viðkvæm.

Rétti tíminn til að umvefja sig kærleiknum og takast á við gefin orð og lifa skýrar í ljósinu. Það gott að finna til svona vont gott!

Snótin er á vaktinni og Loverinn að leika sér í golfi með syninum. Við mæðgurnar erum í góðum gír og má nefna að Íris Hadda er að lesa sér til um Feng Shui.

"Mamma ég ætla að spá fyrir þér" segir þessi prinsessa og nú er lag að fá að vita eitthvað meira. Snótin er að fara að fá spádóm og við fjöllum um það síðar.

Lifið heil.

jueves, mayo 12, 2005

Innra vægi ...

Snótin varð sér úti um bók um samantekt spakmæla frá ýmsum einstaklingum sem hin þekkta Helen Exley tók saman en þetta eru s.s. spakmæli sem hafa fallið af vörum valinkunna manna og kvenna í gegn um síðustu öld. Snótin naut sín við lesturinn og kom óspart með lesningu sem Loverinn komst ekki hjá að hlusta á. Þessi elskulega ást leit oft undrandi til súllunnar sinnar meðan hann brasaði við "Jamon Serrano" kvenlærið = Svínleggur, hanginn og sérlaginn af kvenkynsdýri = Rosagott.

Rosafínt ef við gætum verið spakari oftar og gætum látið gott betra af okkur leiða.

Við erum það sem við segjum og nú er eins gott að vanda orðavalið og annað sem er mikilvægt. Hugsun er myndað orð sem hvílir í huga eins og fóstu í móðurkviði. Hugum vel að hugsunum, gerðum og framkvæmdum.

Já og svo er bara hrikalegt kreistu knús til allra.

lunes, mayo 09, 2005


Med bleikar strípur. Yndisleg zessi prinsessa. Posted by Hello

Saetastur zessi strákengill. Posted by Hello

Steingerfingur úr fyrra lífi.

það er víst óhætt að segja að sumarið sé farið að þröngva sér í mjúkinn. Hvorki meira né minna en 37°í forsælu sem eru rétt rúmlega of mikið. Gærdagurinn sennilega heitasti dagur það sem af er árinu.

Snótin býr svo vel að hún getur að jafnaði kælt og hitað hýbýli sín eftir þörfum en svo virðist sem að nýja húsið sé þeim kostum búið að það er svalt. Eitthvað fiktaði mín við pensilinn í gær og náði að klára eitt stk. mynd sem var farin að hlægja að mér upp á vegg. Snótin þarf á því að halda að virða myndefnið fyrir sér svo dögum og vikum skiptir áður en lokastrokan er tekin.

Í framhjáhlaupi málaði ég eina litla mynd og Loverinn sagði; "ég skil ekki hvað þú ert eiginlega að meina með þessu" Snótin misskilin af Lovernum en það brýtur ekki niður risaeðluhugin. Ætli mærin sé ekki bara Steingerfingur úr fyrra lífi. Skyldi engann undra þar sem Snótin er sérlunduð og misskilin frá fornu fari. Ætíð óhrædd að segja hug sinn þvert á geð annara sem stundum kemur henni ílla.

Vini sína elskar hún mest þótt hún komi kanski ekki alltaf nógu vel fram en batnandi Steingerfingum er best að lifa og með andanna hjálp þá klíf ég hafið eins og bróðir minn hann Jesú.

Farið í Guðs friði og njótið lífsins

domingo, mayo 08, 2005

Paelludagur

Í dag zá höfum vid bodid vinum okkar Kela og Grétu í Paellu. Listakokkurinn Enrique mun dekra vid okkur í dag og ekki er laun á smá hungri sem myndast smátt og smátt. Alltaf gaman ad eiga notalega stund med vinum. Í kvöld munum vid svo halda til Torrevieja zar sem ad Maí festivalid lýkur med tónleikum og gledi. Mér skilst á nýjasta grannanum mínum ad zad eigi ad vera hópferd og ad sjálfsógdu skrádum vid okkur med í förina. Baerinn minn er ad breytast í sannkallada íslendingaýlendu og zad góda vid zad ad zetta eru fínustu persónur sem passa vel vid öll taekifaeri.

Laeri, laeri taekifaeri.

viernes, mayo 06, 2005

Ég hugsa um svo margt.

Ef ég gæti opnað það ótalmarga sem hvílir undir niðri þá værum við að tala um nýtt Vesmannaeyjar gos. Talandi um gos þá dettur mér Spur-Cola í hug og fallegt flöskuformið. Sem minnir mig á Íturvaxna konu sem er grænmetisæta og tekur inn Vitamín og lýsi. Sem merkir hraustleika og kraft. Sem minnir mig á Ísland sem ber mig heim á ný. Sem kveikir upp löngun í gott kaffi og Másakökur. Sem minnir mig á Lísu Reikistjörnu. Sem ber mig til baka á ný. Gaman að heyra í þér í gær og svo fyndist mér í lagi að einhver sterkur karlmaður gæti alveg skutlast með henni til að gera það sem hún þarf að gera........

Karlmaður óskast sem á bíl....

jueves, mayo 05, 2005

Mér finst rigningin gód

Svo sannarlega er rigningin góð Ekki getur Snótin kvartað yfir of mikilli rigningu og fagnar henni ætíð. Dóttir mín dansar oft rigningardansinn í þeirri heitu von að nokkrir dropar falli af himni.

Kanski mætti líkja rigningarleysi hér við sólarleysinu á Ylhýra (hér hugsar Snótin til baka og ber Ísland æskunnar við Spán nútimans)..........

Sonur minn fékk regnhlíf um daginn og vonar daglega að fá smá regn til að geta rölt um með Spiderman regnhlífina eins og "moi" í gamla daga að hlaupa út í sólarvor í stuttbuxum og bol sem sjaldan var tækifæri til.

Eða hvað......Þegar Snótin var 7 sumra bjó hún á undurfögrum Eskifirði og er komin af hinni mjúku bossa-ætt Sjóhlíð. Já þær eru margar botngóðar í minni ætt og ætíð er gott að geta dillað mjúkum bossanum svo er líka svo gott undirlagið þegar þannig stendur á.

Annars er það bara sama bullið í Snótinni sem endranær. Svo að staðhæfingin að maður sé það sem maður segir þá hefur Snótin hlotið titilinn bullukolla en mun fara leynt með það og einskorðar sig við að vera hamingjusöm.

HAMINGJUSÖM BULLUKOLLA

domingo, mayo 01, 2005

Dásamlegir Skór

Ef Zyrnirósin er "húkkt" á einhverju zá eru zad skór, veski og litlir fylgdarhlutir zess sem er ad vera Kona. Ekki zad ad gód og gild kona zarf ekkert nema undurfagran líkamann til ad vera hin sanna sjálf Skórnir, veskin, slaedurnar, naelurnar og allir hinir yndislegu litlu hlutirnir eru bara svo skemmtilegir. Snótin sér sjálfa sig í hendi sér um Sextugt med sérherbergi ef ekki haed undir öll herlegheitin. Hins vegar telur maerin ad naegur tími sé í ad rádstafa framtídinni zar sem ad enn eru rúm 20 ár í vidburdinn.

Í gaer var haldid út í vorid í yndislegu vedri. Börnin áttu tíma í klippingu og ad auki fékk prinsessan á baenum sér bleikar og lilladar strípar. Rosa saet baedi tvö. Í áframhaldi fórum vid á laugardagsmarkadinn. Zad var líf og fjör og mikill hiti. vid stöldrudum vid og fengum okkur ískrapa og kók (ad sjalfsógdu kaloríusnautt) og héldum göngunni áfram.

En ad adalmálinu zá keypti Snótin sé zá zaegilegustu skó "ever", zad er haegt ad fá zá í öllum regnbogans liltum, eru úr ekta ledri med sveigjanlegum zaegilegum sóla. 2 pör voru tekin med heim og kostar stykkid 29 € sem er í sjálfu sér mjög hagstaett. Zad verdur ad segjast ad zeir eru jafnzaegilegir og ízróttaskór en med hael.

Gaman á gódum degi!