jueves, mayo 05, 2005

Mér finst rigningin gód

Svo sannarlega er rigningin góð Ekki getur Snótin kvartað yfir of mikilli rigningu og fagnar henni ætíð. Dóttir mín dansar oft rigningardansinn í þeirri heitu von að nokkrir dropar falli af himni.

Kanski mætti líkja rigningarleysi hér við sólarleysinu á Ylhýra (hér hugsar Snótin til baka og ber Ísland æskunnar við Spán nútimans)..........

Sonur minn fékk regnhlíf um daginn og vonar daglega að fá smá regn til að geta rölt um með Spiderman regnhlífina eins og "moi" í gamla daga að hlaupa út í sólarvor í stuttbuxum og bol sem sjaldan var tækifæri til.

Eða hvað......Þegar Snótin var 7 sumra bjó hún á undurfögrum Eskifirði og er komin af hinni mjúku bossa-ætt Sjóhlíð. Já þær eru margar botngóðar í minni ætt og ætíð er gott að geta dillað mjúkum bossanum svo er líka svo gott undirlagið þegar þannig stendur á.

Annars er það bara sama bullið í Snótinni sem endranær. Svo að staðhæfingin að maður sé það sem maður segir þá hefur Snótin hlotið titilinn bullukolla en mun fara leynt með það og einskorðar sig við að vera hamingjusöm.

HAMINGJUSÖM BULLUKOLLA

2 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Sama hér, rigning er mitt uppáhald.

Hér forðum átti ég græna regnhlíf, gott ef ég var ekki 6-7 vetra.. spókaði mig glöð í rigningunni þangað til regnhlífin fauk UPP.
Hef aldrei eignast aðra regnhlíf.

Er ekki upplagt að nota regnhlíf fyrir sólhlíf á Spáni - eitt sinn hagsýn ávallt hagsýn.

Bullaðu eins og rjúpan við staurinn.
Frábær skemmtun fyrir mig, alltaf gaman af þínu bulli.

05 mayo, 2005 12:11  
Blogger Zórdís said...

regnhlíf, sólhlíf sami tilgangur sama gledin.

Já er ekki bara málid ad leyfa sér ad flaeda..... thi hi hi

05 mayo, 2005 17:52  

Publicar un comentario

<< Home