viernes, abril 29, 2005

Reykingar fyrr og nú ..

.. Verð bara aðeins að fjalla um reykingar zar sem yfirdúlla Danaveldis er hætt og er að kljúfa erfiðasta hjallann.

Man í eitt skipti er ég hætti, "jamm stundum hættir maðr oft" sem er merki um þrautseiglu og ákveðni þótt að smá uppgjöf laumi sér í farangurinn. Já í þetta eina skipti er Snótin lagði pakkann frá zér þá át hún mörg kg af vínberjum sem orsökuðu slæma magaverki og leiðindi. 8 mánuðum síðar fanst Snótinni upplagt að fá sér eina sem urðu að tveim og svo voru sjoppuferðir nánast daglega eftir pakka.

Það slæma við reykingar að mínu mati eru aðallega heilsutengt og svo umhverslegur þáttur. Andfýlan er skemmandi, allt of dýrt, ljótt að sjá fólk reykja út á götu, dekkri tennur og neglur,

það góða er einfaldlega hvað þetta er notalegt fyrst á morgnanna með fyrsta kaffibollanum. Þótti flott í gamla daga þegar amma heitin var ung, já það er svo sem ekkert ljótt að sjá fallega konu reykja Capristöng, eða herramann totta pípu svo framarlega sem engir kossar eða stífur andardráttur leggur að manni. *hugs*

Orðið fegurð liggur sossum hvergi nærri þegar reykingar eru nefndar en ég tel hins vegar að á meðan að reykingar eiga sér stað þá eigi fólk að njóta þess því að sú stund kemur hjá okkur öllum sem misnotum einhverja fíknina að við erum meðvituð og með því að gera okkur grein fyrir fíkninni, hættunni og spillingunni þá erum við betur sett með að hætta eða byrja.

Snótin hóf sinn reykingaferil frekar gömul eða yfir tvítugt. Ætlaði að sýna fram á að það að hætta væri barasta hið minnsta mál. Í raun var þetta tilraun sem átti að taka ár. Snótin þurfit að gerast háð nikótíni til þess að tilraunin yrði marktæk. Með uppbrettar ermar þá valdi mærin sér capri stöngla og hófst nú tilraunin við mikla ógleði og erfiðleika. Þegar upp á lag var komið þótti mærinni ekki tiltökumál að púa og púa þrátt fyrir að geta aldrei gert svona reykhringi.

Að ári liðnu þegar að rilraunin átti að enda var löngunin bara meiri svo tilraunininni var seinkað og annað ár tekið inn til að sýna fram á virkilega löngun líkamans í eitrið.

Eftir ýmsar frestanir á tilraun hætti Snótin að reykja eftir 7 ár. Byrjaði svo aftur að 8 mánuðum liðnum. Endalaust að byrja og hætta í takt við andlega sveiflu.

Í dag þá getur Snótin stollt sagt frá því að hún er búin að vera reyklaus í 6 ár. að ónefndum 3 púsmókum teknum á 5 ára afmælinu til að sýna fram á að líkaminn væri kominn á núllið að nýju og myndi að öllum líkindum ekki láta blekkjast að nýju.

Reyklaus kona er hamingjusöm kona

jueves, abril 28, 2005

Þegar eggið kennir hænunni.

Voða gaman að fá ráð frá 10 ára gamalli dóttur, tala nú ekki um þegar brjóstin eru annars vegar.

Snótin stóð fyrir framan spegilinn eftir að hafa snurfusað sinn fína vanga og orðaði að hún gæti allsekki verið í brjóstarhaldaranum þar sem brjóstin vísuðu niður (jú jú aldurinn farinn að segja til sín). "Ég verð að skipta þetta gengur ekki" hugs og hugleiðing með þessi fínu brjóst sem eldast á mót við hug.

-dóttirin = Já en mamma af hverju ferðu bara ekki í svona "BRING THEM UP" haldara.
-móðirin = *krútt*
-móðirin aftur = hvað segiru bring them up ???
-dóttir útskýrir = já það er svona til að brjóstin lyftist upp ;)
-móðirin = brosandi, takk elskan.


Já af hverju fer þessi móðir barasta ekki og kaupir nokkra bring them up til að vera með radarinn í lagi.

Þessi elska veit nokk hvað er í gangi og fylgist vel með. Yndælt að hafa svona ráðgjafa í hópnum og Snótin mun sjá til með að fá sér eitt stk.

BRING THEM UP.

miércoles, abril 27, 2005

Takk fyrir sneiðina ...

... elsku amma á himnum.

Ekki slæmt að vera í niðurskurði holds og fá svo væna jólakökusneið frá ömmu sinni sem lítur enn eftir manni þrátt fyrir að vera komin hátt í fertugt. thí hí hí

Alltaf gaman að dreyma ömmu og afa. Það yljar svo um hjartarætur. Að sjálfsögðu er ég búin að ráða drauminn sem er bara fyrir góðu. Hreysti og langlífi, 2frægð og frama" he he he

Kanksi ekki frægð og frama en velgengni. Erum við ekki það sem við gerum, þorum og þraukum. Það sem ekki drepur okkur styrkir okkur sagði einn góður vinur og er ég honum hjartanlega sammála.

Verum góð verum vinir.

martes, abril 26, 2005

Óþekktarheilsa

Ekki er Snótin ánægð með uppgjöf líkama síns. Í eindæmis rælni átti hin fagra mær andvökunótt með uppköstum. Virkilega tók það á svo ég tali nú ekki um svefnleysið. En ...... Þar sem hin hrausta mær verður aldrei veik og ekki fyrr en í andlátið þá mætti hún til starfa nýpúðruð og fersk. Eða þannig! Þegar líða tók á gærdaginn var heilsan orðin mun betri. Aðrir hringvöðvar tóku nú við og enda - "prumpið" var tekið síðla gærdags og Snótin búin að yfirstíga línu himins og helju.

Við fengum 3 unga vini í heimsókn seinnipartinn í gær og það var líf og fjör í hópnum. Öll að leika sér í portinu við mismiklar vinsældir leikmanna.

Loverinn var ekki par glaður þegar mærin hans "mjóa" lagðist í sófann því hann sá fyrir hvernig færi og svaf Snótin Zyrnirósarsvefni fram undir miðnætti og færði sig þá um hæð til frekari hvíldar.

Gaman að vera dottin í gírinn að nýju ...... er það ekki, svona líka fersk ?

sábado, abril 23, 2005

Ef draumurinn rætist...

Er það ekki þegar hann rætist en ekki EF. Ég veit það. Sonur minn sagði í morgun; "mamma núna langar okkur í nýtt barn" .......... "Ha" já já, kanski að við þurfum að semja við hann pabba þinn ;)

Annars er veðrið að spæla egg og annað, rosalega væri Snótin góð í bikiní ... he he he, segi bara svona en hitastig hefur vissulega stigið upp. Það voru 17° snemm -morguns og svo stígur hitinn í 27-28° seinnipartinn.

Bjarni Spánarfari leit við í gær og var rauðvín smakkað og mikið skrafað. Alltaf gaman að fá góða vini tala nú ekki um ef litli alkinn í manni nær að þurrka stýrurnar úr augunum.

Góð vika brátt á enda og spennandi verkefni framundan.

Kær kveðja til ykkar :)

viernes, abril 22, 2005

Er líf á eftir lífi....

....Svo sem ekki hevvý spekulering en jaðrar samt alltaf við viðkvæma tilveruna.

Hvað er betra en að vakna og finna fyrir umhyggju þeirra sem stikla í kring um mann, koma börnunum í skólann og njóta svo fyrsta kaffibollans útivið.

Ég lifi í tveim heimum, á tvennt af öllu bæði góðu og íllu.

Það ílla styrkir mina sál og hið góða kemur mér hjá því ílla.

Ég lifi, ég mun alltaf lifa þótt í minningu annara eða við hljómfall nafns. Ég trúi á þig sem í hjarta mér hvílir, ég trúi á þig sem stendur mér hjá ég trúi á lífið sem rennur mér frá. Ég lifi.

martes, abril 05, 2005

Íris Hadda kemur heim í dag ....

... MIg hlakkar svo til .....

Dúllan mín kemur heim í dag eftir 1/2 mánaðar ævintýradvöl á landinu ilhýra. Virkilega gaman að fá hana heim og ég veit að hana hlakkar rosalega til. Spurning hvern hlakkar mest til :)

Skólinn byrjaði í morgun og gekk sæmilega að vakna þrátt fyrir að prinsinn hafi verið heldur þreyttur eftir gleði páskanna......

Vinnan kallar og næg vinna framundan, stutt í Ísland og stutt í vinina.

Kær kveðja til allra.

lunes, abril 04, 2005

Páfinn kveður ...

..Guð sé með yður og ef ekki þá engum. Kaþólska þjóðin er sorgmædd eins og skiljanlegt er þegar íhaldið blóð klætt er fallið frá. Lífsferill páfans hefur verið sjónvarpað á öllum stöðvum sjónvarps og ætla mætti að Snótin sé örlitlu fróðari um merkan mann sem stóð plikt sína með miklum sóma.

Snótin var í rólegheitum að horfa á spjallþátt þegar skyndilega rofið var fyrir útsendingu og Spænska þjóðin fylgsist með í beinni frá Heilögu Péturstorgi í Róm. Snótin kveikti á tveimur kertum svo friður myndaðist á heimilinu og bað fyrir viðkomandi og óskaði honum góðrar heimkomu.

Gott þegar fólk fær að fara þegar um veikindi ræðir og óska ég þess að svo geti orðið með aðra háaldraða "langlegu" sjúklinga.


Guð hvílir í hjarta mínu,
ég hvíli í hjarta Guðs.
Kærleiks blik í augu skín,
geislar hreint til þín.

Af góðmennsku játtir,
öllum börnum þeim.
Æðri viska og sáttir,
streyma hjartans laun.

Að elska er að lifa,
lífsins hreina draum.
Að lifa er að elska,
með trú og von á heim.

höf.- litli mótmælandinn

domingo, abril 03, 2005


Elskulega dóttir mín kemur heim á zridjudag. Okkur hlakkar mikid til ad fá hana heim enda er hún búin ad vera í fríi á Íslandi í heilar 2 vikur. Zad verdur kátt í höllinn zegar heim kemur............. Posted by Hello

Sjáid Hárprúda Snillinginn minn. Hann sagdi vid mig; "mamma ég klippi kanski á morgun ef ég fae lús".......hvada amma er ad reyna ad fá barnid klippt. Hann er svo rosasaetur svona.  Posted by Hello

viernes, abril 01, 2005

Í tilefni ástarinnar

Með fangið fullt af Ást til þín,
Við stígum saman hamingjusöm.
Til framtíðar horfum elskan min,
Um litrík ástarinnar höf.

Það veit ég með sanni,
Þú ert mín eina ást.

Það veit ég með sanni,
Myndarlegi svanni.

Ástareldur innra með,
svíður hjartarætur.
hrifninguna óspart kveð,
í draumaheimi um nætur.

höf- ástarhnoðrinn

Föstudagur til fjár ...

... Vissulega eru föstudagar til fjár tala nú ekki um þegar þeir bera upp á útborgunardegi.

Amma og Afi í höfninni eiga 55 ára brúðkaupsafmæli í dag og þykir mér það ansi vel þolað að vera giftur í öll þessi ár. Til hamingju elsku Amma og Afi. Já er ekki lífið bara stórkostlegt :)

Ef ég gifti mig í ár þá verð ég 91 ára að halda upp á 55 ára brúðkaupið mitt. Langflottust í bikiní við Karabíska hafið, mjög líklega ekkja þar sem að Loverinn verður búin að stimpla sig inn hinum megin..... Fínt að hann fari á undan til að undirbúa komu mína. Vera með kælt kampavín reddý og rauðar rósir.

Ég er s.s. að peppa mig upp í að ganga upp altar með Lovernum og hér með tilkynnist að það verður í Október í ár. Já skildi Snótin ná að tæta af sér 10 kg fyrir þann tíma. það er rétt rúml. kíló á mánuði.........best ég haldi mér við efnið og lesi bókina líkami fyrir lífið.

Knús til ykkar elskurnar mínar