lunes, octubre 31, 2005

Íranska deildin ...

.. Sandali, Silla og svo videre ..... ein af fáum orðum í tíð Fröken. Skondið fólk sem er mjög ólíkt þeirri menningu sem við íslendingar eigum að venjast. Hugsunarháttur og siðir svo gjörsamlega ólíkir svo ég tali nú ekki um trúmálin og þann forgang sem fólk lifir í og við.

Það er í ýmsu að snúast enda er mánudagur fyrir hádegi, þó ekki svo mikið að Pepsi light og smá bloggspjall sé tekið upp.

Fátt krassandi hefur gerst í lífi Frúarinnar nema vinna og aftur vinna um helgina. Bara það að vinna hluta úr Sunnudegi hefur rænt þig fríinu þínu þar sem laugardagurinn var unninn af kappi. Hvað er ekki gert í þágu frelsis og hamingju viðskiptavinarins. ALLT þar sem viðskiptavinurinn hefur í gegn um tíðina verið það mikilvægasta hvers fyrirtækis.

Ekki halda að Frúin sé að kvarta né ellimerki umvefji magran kroppinn. Í sýndarveruleika sem veran býr eru bleik ský og hamingja. Í sýndarveruleika eru allir vinir og allir keppast við að vera góðir hver við annann og láta vel að þeim sem minna mega sín. Í sýndarveruleika Frúarinnar hafa allir það gott og hungur heimsins eru allsnægtir allra. Í sýndarveruleika er rennandi vatn kampavín og fallin laufblöð sykurstráðir snúðar. Í sýndarveruleika Frúarinnar er bara til ein tilfinning og það er HAMINGJAN. Er sýndarveruleiki Frúarinnar boring í augu þess sem sér eða væri hægt að hugsa sér lífið með eintómu kampavíni, sykursnúðum og hamingju. Við erum öll jöfn fyrir Guði en mennirnir gera mörgum lífið leitt.

Verum saman, verum vinir, verum hamingjusöm ...... Spurning að hægt væri að velja milli lindarvatns og kampavíns .... örugglega hægt að fá leið á gullna vökvanum SVO við skulum hafa bæði lindarvatn og vín.

Brosið er breitt,
adlit ljúft í speglinum.
lífið spennandi þreytt,
með hamingjuna í nesti.

Brosandi feit,
kemst varli fyrir í speglinum.
Frúin krúttlega sveitt,
pissar á klst. fresti.

höf.- Draugurinn Drilli

viernes, octubre 28, 2005


Her er Fruin ad spekulera i spilin ..... andagiftin vex vid eitt vaent rautt glas en mer synist vatnsflaska vera vid voldin ... skildi nokkud vera ad marka spadominn zann arna! Posted by Picasa

jueves, octubre 27, 2005

Söngur þarf ekki alltaf að vera .....

....öllum til geðs, eða hvað?

Frúin tók lagið fyrir starfsfélaga sína, fyrrverandi sætann Administrador Unico (kvenkyn) og fósturson hennar (karlkyn, þarf varla að taka það fram)..... til ad gera langa sögu stutta þá þótti söngröddin ekki fögur en það var hraustlegt mat karlkyns verunnar. Fruin varð hissa og lá við gráti en höfnunin er svo sem ekkert nýtt þar sem skrápurinn er bæði þykkur iog mikill.

Karlkyns veran sem hefur á sínum stutta lífsferli spilað i grúppum og þótt takast vel til bauðst til að fara með mér í stúdíó og leifa mér að heyra barasta í sjálfri mér. Þessi diskur mun verða gefin út í mímörgum eintökum. Það sem er slæmt við þetta er að sviðsframkoma sést ekki og því spurning að vera með litríkt hulstur þar sem frúin verður mynduð í léttri sveiflu við tökur lagsins.

Góðar hugmyndir um lag eða lög eru vel þegin þrátt fyrir að karlkyns veran ætti að geta verið mér innan handar við lagavalið.

Snillingar á öllum slóðum Frúarinnar.

viernes, octubre 21, 2005

Dagur fyrir Prinsessur ....

Og Drottningar! Í dag er góður dagur fyrir fagrar konur. Dagur fyrir konur sem elska og þrá. Dagur fyrir konur sem eru haltar, hamingjusamar og höfuðstórar.

Einfaldlega dagur fyrir brosmildar konur ..... Fegurðin er sannarlega geislun á því sem býr innra í hverju hjarta. Kvenmanns eða karlmanns svo framarlega sem það eru hjörtu.

Heljar hjarta knús ......

lunes, octubre 17, 2005

Maddama, Fröken, Frú .....

Fjóskerling ert þú, ef mig skildi kalla.

Dásamlegt er tilbrigði við líf. Smá kvef hefur hellt sér yfir litlu kjarnafjölskylduna og móðir hefur þurft að lúlla og snýta litlum dreng. Gott að vera lítill og láta mjúkann móðurbarminn þerra horugt nef og strjúka lítið bakið.

Hins vegar þegar smæðin er nefnd þá sá ég mér til hamingju að litli drengurinn minn vex og dafnar og er engin smásmíði orðin. Ætli min verði ekki eins og elskuleg amma sem hvílir á æðri stað, talandu um litla drenginn til fimmtugs.

Aldur og ævi haldast saman með ólíkum viðhorfum .....

Dóttir mín er ráðskona og sagði mér að ég hefði t.d. aldrei klætt hana þegar hún var lítil ..... djí hvað ég reyndi að fá að klæða litlu prinsessuna en hún er þrá og þrjósk eins og móðir sín og fékk að dunda sér við sokkabuxurnar og peysuna eins og listin leifði til svo ekki gleymist tímakapphlaupið. Stundum fékk móðirin óbblítt augnaráð frá litlu frekjunni fyrir að grípa inn í ferlið.

Tíminn er vinur sem bankar uppá þegar minnst varir.

Ég tek ofan fyrir lífinu og þeim sem stunda það .....

jueves, octubre 13, 2005


rennilegur Posted by Picasa

i ljoma ............ Posted by Picasa

� glaesibifreidinni ...... Posted by Picasa

Kakan skorin ..... Posted by Picasa

Dansinn. Posted by Picasa

Saet saman ....  Posted by Picasa

saet saman ... Posted by Picasa

godur matur! Posted by Picasa

domingo, octubre 09, 2005


Hjonin hlustudu a fallega song um Astina i flutningi Toru og Kidda Matt ...... Pabbi, Fr�in, Eiginmadurinn og TengdaMamma ....... Svo og S�ra L�kas sem er frabaer prestur ! Posted by Picasa

B�llinn vaaaar rumur ad innann....Her erum vid ordin eiginmadur og eiginkona! Posted by Picasa

viernes, octubre 07, 2005

Call Me Crazy .....

Ódfluga styttistí heilaga stund.

Hvad borda Novíur (brúdarmeyjar) í morgun mat?

Coka Cola Light og ekkert meddí.

Nú skal skundad til greidslu, zarf fyrst ad fara í sturtu, klaeda börnin og koma zeim eitthvad .... skila af mér bílnum til skreytingameistara Birgis. flugeldapakkan sér svo Skotgladur Brynjólfur um en hann mun njóta adstodar Zólfarans í leitinni.

Greidsla og Meiköpp er naest á dagskránni og svo verdur eitt af ödru ad reka á snaríslenska lodpulluna ..... aetti mín ad raka múmínálf á pjöllind .... he he he

Nú er ég complítlý búin ad skipta um sálm ..... litlar lodpjöllur zurfa ad skola af sér ungmeyjarlykt ......

Just call me crazy!

The night before ............. tthe WEDDING Posted by Picasa

miércoles, octubre 05, 2005

Misstu 15 kg ....

.... á þrem dögum !!!!!

Það var tilætlun Snótarinnar að ná af sér einum 15 kg á þremur dögum, vel að merkja "included" brúðkaupsdagurinn.

Ef til væru töfrakúrar þá vildi mín eiga uppskriftina til að gefa öðrum sem þurfa, vilja eða bara til að geyma.

Minnir mig á hana Þórunni sem fann upp Þórunnarplásturinn, hún hefur t.d. ekki komið enn til mín í draumi en mín væntir þess að svo verði ef Þórunn kýs.

Við höfum öll val, bæði mýs, menn og heilagir andar.

15 kg fara ekki þessa síðustu daga en það er bara í lagi þar sem Snótin mun skarta þvílíkri fegurð, gleði og hamingju. Hún er fersk, falleg og sátt við guð og menn.

He he he 15 á þremur, hefði ekki verið nær að byrja á kúr þremur vikum eða mánuðum og taka þetta rétt og létt. Thí hi hi!

lunes, octubre 03, 2005

Prinsessan á bauninni ....

... er saga sem sló í hjartastad hjá barninu Zórdísi. Skemmtileg og fékk lítinn hug til ad hugsa um marblettin sem baunin olli og herti upp hug sjálfsins.

Nú 33 árum síðar mun Zórdís sofa á baun til að kanna hvort C-vítamín streymi sé nægilegt til ofurkroppsins. he he he NOT hins vegar mun prinsessu kóróna sett upp í tilefni dagsins á föstuda og svei mér þá ef mín fékk ekki floga geðshræringar furðu kast í morgun að sjá sjálfið. Ósjálfrátt byrjaði mín að æfa vinkið eins og Elísabetu Englandsdrottningu einni er lagið og tárin byrjuðu að ryðja sér fram úr rauðvínsþreyttum augunum.

Brúðarmeyjar þurfa líka að smakka rauðvín. Jibbý, gaman gaman!

Í hádeginu var síðar haldið í brúðkaups-smakk á matseðlinum sem VIRKAR frábærlega. Gasalega södd og hamingjusöm stikluðum við frá Orihuela Costa Resort í boði hússins. Svo gott að við munum fara aftur í kvöld til að smakka meira. Djís, það yrði svipur á vertinum ef við skunduðum aftur, thi hi hi .......

Við hlökkum bæði til, rosaspennandi og ég er ekki frá því að ástin sé dýpri við svona reddingar.

Að gifta sig er bara gaman fyrir prinsessur og prinsa!

domingo, octubre 02, 2005

Athöfnin ...

... Fer fram zann 07.Október í ár sem zýdir 07.10.05 = 22 = 4 ..... zvertalan fjórir! Skildi zad vera gott eda slaemt ? Hugum ad zvi sídar en zad verdur ad vidurkenna ad zessar tölur eru sossum ekkert spes en zad er ekki heila málid. Ástaedan fyrir vali dagsetningar var gerd í bríaríi en mín vildi giftast og sagdi sem svo; "ég gifti mig eftir 7 mánudi zann 7unda" = 07.10.05, Voila!


Málid er sameining tveggja einstaklilnga sem vilja frjálsir ganga ad eiga hvort annad frammi fyrir gudi og mönnum í heilagri kirkju San Miguel. Kirkjan er í baenum sem vid búum og er ákaflega ljúf zótt litil sé. Kazólsk brúdkaup eru soldid "glam" en allar skreytingar og tilstand vaeri saemileg fyrir hvada kráku sem vaeri. Ástaedan fyrir valinu á athöfn í krikju er ad mín hefur alltaf viljad giftast í Kazólskri kirkju (med zeim eina sanna) zrátt fyrir ad vera mótmaelendatrúar og nú mun sá draumur raetast.

Athöfnin fer fram kl.17:30 og zar á eftir mun haldid til veislu á fallegu litlu hóteli sem er í nálaegd vid La Zenia ströndina .... Bordhald hefst um 20:00-20:30 med kotkteil fyrir zá sem vilja. Matsedilinn munum vid hjónaleysin ákveda í kvöld en zad verdur margréttad ad haetti Spánverja og hlakkar mín til ad fylla vit og vömb. Ástaedan fyrir valinu á zessum veislustad er gód zjónusta, gódur matur og smaedin sem hannar gaedin.

Zar sem Partýid fer fram um kvöld zá var ad sjálfsögdu vonast eftir sem minnst af yngstu kynslódinni en zad virdist ekki aetla ad ganga eftir zar sem litlu stubbarnir zurfa stundum ad fylgja. Hef ekki miklar áhyggjur zví zetta er og verdur eins og sjálfur gud skipulagdi zad.

Man ekki hvort eitthvad hefur gleymst en vid zessar "leysur" höfum enn sem komid er pantad flug né hótel í París svo zad verdur spennandi ad sjá hvert höfundurinn vill senda okkur.

Bara gaman ad vera ég í zeim hversdagsleika sem umvefur vel naert holdid.

sábado, octubre 01, 2005


Verdandi hjonakorn i solbadi a Islandi Posted by Picasa

Zar sem odum styttis i daginn okkar, za langar okkur ad deila med ykkur sem ekki komast sjon af kirkjunni i baenum okkar San Miguel ... Posted by Picasa

Gomul en tignarleg .... Posted by Picasa