viernes, diciembre 29, 2006

Íslands-ástin svíkur engann

Það fyrsta sem ég gerði við komuna var að koma okkur fyrir í útjaðri Hafnarfjarðar, sem næst álverinu. Okkur liður vel hérna og ekkert vantar til að geta hreiðrað vel um sig.

1. daginn var haldið á vit Smáralindarinnar til að kaupa striga. Jeminn eini, það var bara ekkert til hjá þeim. Minnsti striginn var 60 x 60 sem ég setti hramma mína á og er árangur einnar myndarinnar eins og sjá má.

Akrýl á striga fyrrnefnd stærð og hér er leikið með þá liti sem voru til í búðinni.

Á Þorláksmessu skundaði fjölskyldan á Dalveginn í Kópavogi, við keyptum rauðvín til að færa með jólasteikinni og brugðum okkur í Europris :) Þar fann frúin örlítið minni stærð eða 40 x 50 og er þegar búin að dudda sér við 2 af 3 sem bíður átekta. Jamm, Íslandið hefur ofuráhrif á þessa kerlingu og um að gera að nota tímann vel!

Hafið það gott á milli jólasteikur og nýjársbitans. Megi sá almáttugi færa ykkur frið, il og hamingju á þessum skemmtilegu tímamótum! Já, og kanski eitt og eitt stjörnuljós .......

martes, diciembre 19, 2006

Maríu Erla

Hver er þessi Maríu Erla? Jú hún er kvenfugl og sat á þvottasnúrunni heima hjá afa og horfði til okkar eftir andlátið hans. Hún kom og sagði fátt en hafði svo ríka merkingu fyrir okkur.
Sumt getur maður ekki látið fram hjá sér fara og minningin um Maríu Erlu fylgir mér áfram. Ég á von á því að þessi mynd sem aðrar verði settar inn á nýja síðu www.zordis.com en hún hefur tekið stakka breytingum. "hux" Er orðið stakka breyting til eða segir maður tekið stakkbreyting .... Kanski bæði rangt, engin afsökun og svei ef svo er. Það er tíðindalítið í kotinu hér á Spáni, allir sofnaðir og ég tiltölulega nývöknuð (00.56) sofnaði með litla krúttinu mínu og festi svefninn. Ætlaði að hringja til Ástralíu og fá fréttir af Dingo og Kengúrum en það verður að bíða til morguns en þá er kvöld í Ástralíu. Merkilegt hvað tíminn er afstæður og við mennirnir með!

Nóg fyrir stafni á morgun og hinn og svo er það loft fimleikar .... fim mun frúin stefna yfir hafið og á eftir að gera ógeðslega mikið og meira en oft áður. Gleymdi að gera doldið í kvöld sem er miður en ekkert sem ekki er hægt að laga með öðrum hætti.

Kanski ég fái mér frosk á nýju ári, til að næla mér í koss koss ..... Posted by Picasa

sábado, diciembre 16, 2006

Finna Pollýönnu og skella í lás ...

Ég er dæmigerð "Pollý" þegar ég þarf á að halda og nú væri gott að geta fundið hana og skellt í lás! Jólin nálgast eins og óð fluga (thi hi hi) og maður heyrir af ömurlegum vandamálum, óvæginni framkomu og dónaskap! Hin auma ég, er svo fjarri og orðin ein bylja eins og veik rödd í sjávarháska. Orðin styrkja ekki þegar aðstæður eru erfiðar, þegar ekki er hægt að taka utan um fólk né NEITT. Ef það að verða "useless" hefur einhvern tímann hitt mærina þá er það núna! Tilfininngin að vera EKKERT er slæm, geta hvergið verið nærri ................... það er þó eitt haldreipi sem aldrei skal sleppa, aldrei má gefa upp á bátinn ..... bænin, kærleikurinn og góðir straumar. Ég á það í mínu hjarta og get miðlað þótt á móti blási, þótt tregi taki á móti boðunum.

Það góða Sigrar alltaf ......

Er það ekki málið? Bjartur sólríkur dagur hefur litið til okkar, mér heyrist allir vera vaknaðir og það eru ýmis störf sem þarf að leysa. Brátt munum við stíga um borð í járnfuglinn og er tilhlökkun í öllum. Öllum nema kanski mér.........þarf að finna Pollýönnu og fara í jólafötin hennar, held við séum jafn grannar, sko!

Ekkert sniðugt hefur verið að hrjá mig nýlega nema þetta venjulega ....

Venjulegt sniðugt;

Lesa gamla hafnarfjarðarbrandara
Skoða myndir af gömlum kærustum
Pota í bumbu á elskunni minni
Spila á blokkflautu fyrir granna
Þykjast vera einhver annar en ég

Já, rosalega sniðug þessi zyrniros ..... kanski væri lag að smella sér í kjallarann bara!

domingo, diciembre 10, 2006

Annar í Aðventu ...

Svolítið dökk en hér er jólakorta aðstaðan mín.

Full snemmt að hita glöggið núna en það verður kanski gert seinnipartinn



Ekki seinna vænna en að draga fram fjöðrina og munda rithöndina. Jólakortin verða tekin í dag og sett í póst á mánudag!

Allir sem vilja kort skrifa sig , nafn og heimilisfang :)

En, dagurinn er rétt skriðinn af stað, veður dásamlegt og bylgjan glimmrar í bakgrunni tölvunnar. Sagt er, "Nýtt kortatímabil" hehe dæmigert eyðslusamfélag þetta Ískalda elskulega. Skiljanlegt þar sem allir eru komnir á brýndar eyðsluklærnar!!!

Ég keypti alveg meiriháttar flottan krans til að setja á útidyrahurðina. hann er úr fallegum greinum og eins og sé allur útsteyptur kristöllum. Ofsasætur alveg. Skreytingum stillum við í hóf þessa hátíðina þar sem að við munum fara að heima um hátíðirnar. En eins og sést á myndinni þá hangir jólaslörið í stofuglugganum (var aldrei tekið niður) svo lofaði ég pabba að finna skrautið sem amma heitin gerði, sem ég er nýbúin að taka niður. Neyddist vegna þess að ég tók stofugardínurnar niður og þvoði og var nauðbeygð ....

Best ég fari og finni skrautið og setji það upp og nýþvegnu gardínurnar.

Glæsilega annann í aðventu

lunes, diciembre 04, 2006

Nú styttist í Íslandið ...






Hér er sæta prinsessan mín hún Íris Hadda. Prúð og falleg enda uppábúin og tilefnið er 1.árs brúðkaupsafmæli foreldra hennar. Við skemmtum okkur öll vel enda tilefnið yndislegt.







Hér er duglegi strákurinn minn hann Enrique, svolítill prakkari í eðlinu, það var ekki leið að ná mynd af drengnum þar sem prúður svipur var á. Það er allt í lagi vegna þess að hann má vera fyndinn og sniðugur eftir sínum eigin behag.









Hér erum við öll saman komin í uppstillingu. Við áttum yndislega kvöldstund og nutum okkar hver á sinn hátt!

Það verður að viðurkennast að ekki hefur kraftur gripið kerlu í færslum á þessari síðu en ástæðan sennilega annríki. Nú fer www.zordis.com að komast í nýja búninginn sinn. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig útkoman er og verður. Nýjar síður bætast við og það verður spennandi að sjá muninn. Endilega látið mig vita hvað ykkur finst því þessi siða er fyrir ykkur :-) ekki síður en fyrir mig. Það er alltaf gaman að gleðja augað og ég vona svo innilega að ég nái að gleðja einhverja. Ég geri mér grein fyrir að ég næ ekki að höfða til allra en ég mun vissulega reyna eftir megni!

Er komin með glænýjar hugmyndir í kollinn (kolluna) og væri til í að vera bara heima og með pennsla á lofti. Best að fara varlega með að óska sér þar sem allar óskir rætast! Óska sér vel og gefa af sér í leiðinni.

Ísland nálgast óðfluga og hlakka ég óskaplega til en geri mér grein fyrir að ég mun sakna spænsku jólanna þar sem síðastliðin 8 jól hafa verið haldin í landinu hlýja !!! Mig langar fyrst og fremst að sýna börnunum mínum hvernig íslensk jól eru svo þau nái að ylja sér á fallegum og breyttum minningum ....................... Lifið heil