sábado, julio 30, 2005

Detox og reflexologia....

Snótin smellti sér í svokallað Detox og reflexologia sem er eiturefnahreinsun og iljanudd. Rosafrískandi

Detoxið er í raun jónunarfótabað og sogar eiturefni líkamans úr líkamanum og skilur eftir sig eiturlitað vatnið og mærin mjóa furðaði sig á skítugu vatninu en svona var mærin drullug að innan. 2 skipti til viðbótar og hrein kona stígur út í sumarlegt vorið með englaher sér við hlið.

Haldiði ekki að mín hafi fengið gler salla í ilina sem er ekki gott og reyndi mín eftir mætti að finna sallann í gær og var búin að klippa upp á sér ilina með naglaklippum.

The homedoctor, thats me!

Var ekki betri og hölt eftir á .... ekki sjón að sjá þessa drottningu eftir á ..... plásur var settur á sálina í formi grand marnier on ice ...... Monster in law var sett í DVD spilarann ..... og ekki þurfti mikinn tíma og Snótin lokaði augunum og hvarf inn í ævintýralegan draumaheim.

Lífið er lotterý og það er um að gera að spila með til að njóta nægtanna sem guð hefur að gefa. Gefum, Þiggjum og Njótum beggja.

Snótin óskar ykkur gleði því margt er að gerast í eiturlitlum kroppinum.

viernes, julio 29, 2005

Í bleikum kjól, borsandi í plastskóm ....

... Saga til næsta bæjar.

Eða bara ósköp eðlilegt ferli. Sæfarinn sagði við Snótina að það væri lélegt að ganga um í plastskóm og ekki bætandi að hafa þá skær bleika. TAlandi um þennann innan "p" bleikann. Snótinni var brugðið og þrætti fyrir að plasthugmyndin væri slæm en það verður að viðurkennast að þramm á plastskóm er ekki gott fyrir iljarnar. Hrikalega var mín orðin aum og endaði í því að kaupa sér trésandala sem eru "HeAvEn"

Ýmislegt er að gerjast í hugarangri Snótarinnar og eitt er víst miðað við draumfarir að það hefur bara gott í för með sér. Gera þetta og hitt og og og jafnvel framkvæma snilldina eins og hún leggur sig út í hugarheimi þeirrar konu sem hlotið hefur titilinn Drottningin af Saba.

Hef stofnað nýtt blogg þar sem ég er svooooooo dugleg í öllu sem er nýtt.

Bless í bili........

jueves, julio 28, 2005

Hér og nú.

miércoles, julio 27, 2005

Englarnir klikka ekki .....

..... frekar en fyrr daginn.

Ákvað að prófa að senda englana mína á undan mér í morgun í þeirri "sterku" von að fá stæði í vinnunni.

Viti menn stæðið fékkst á þeim stað sem ég vildi og við hliðina á bílnum sem ég óskaði eftir. Merkilegt þetta englalíf.

Kanski að englarnir taki vonda skapið mitt í burtu, grenni mig og geri mig að góðri manneskju.

Er alveg til í frí, frí, frí, frí já barasta langt frí, langt í burtu frá öllum nema englunum mínum og þeim sem elska mig.

Hjartans knús til ykkar.

lunes, julio 25, 2005

Svefnleysi gerir margann argann...

Það er ekki gott að liggja andvaka upp í rúmmi um miðar nætur, telja lömb, rollur og hrúta í gríð og erg sem engann endi ætlar að taka.

Standa upp, alveg að gefast upp, fara niður og kveikja á imbanum sem hefur ekkert skemmtilegt upp á að bjóða. Fá sér Pepsi light sem er svoooooo gott að sumir fatta ekki að það er light, þorstinn er ekki góður á hlýrri sumarnóttu og ekki vill mærin mjóa setja kælikerfið á þar sem það er ekki gott fyrir lungnastarfsemi, kvef, og brjóstpestar.

Snúin veröld svo snúin að kvöldmaturinn fór í klóið enda ætti enginn að snæða djúpsteiktar pönsur með skinnku í kvöldmat. Æjjjjjj hvað tilveran getur verið beisk þegar hún kemur snögglega á móti manni.

Örþreytt í vinnunni að fara á sameignarfund í Almoradi. Ó já tekur þetta engann endi. Slöpp en full af gáska til að takast á við það sem framundan er.

Oooooog svona rétt í lokin þá á sonur minn loksins afmæli á morgun, hann verður 5 ára og hann er svo glaður vegna þess að mamma ætlar með honum í sund allann eftirmiðdaginn. Þessi drengur, bara yndislegur. Hann sagði við mig í morgun, "mamma sjáðu ég get hreyft tippið mitt alveg sjálfur" svo dillaði hann því fram og til baka svakalega glaður. Já þessir drengir eru yndislegir.

Knús til ykkar þið eruð frábær!

domingo, julio 24, 2005

gott er ad likjast sjalfum ser .....

eda hvad...

Buin ad henda inn slatta af myndum og allt i einni bendu. Sem er i raun gert i gledi frekar en aediskasti.

Snotin likist engri nema sjalfinu sem kurir og hrifur maerina. Hugsun er til stadar sem man vini, kunningja og hina sem skipt hafa miklu fyrir tilveruna sem fyrrnefnd spriklar. Zad ad klaegja í draumi er fyrir godu, zad ad eta "bullur" lika, hvernig endar zetta ..... Snotin er bara spennt fyrir framtidinni og oskar gledi heiminum til handa......

Fyrsti dagurinn sem Snotin for ekki inn fyrir dyr bleiku bubblunnar. Fyrsti dagurinn with out the security offffff lifinu sem Jimmy Neutron like lifir.

Snotin er eins og Jimmy Neutron, snotin er haingjusom og vonar ad allir adrir verdi zad lika. Hamingjan tekur allt neikvaett fra okkur sem er svooooooo voooooooda goooooottttttt.

Ljoshaerd med humorinn i lagi. Ad sjalfsogdu ljoshaerd ur glasi, flosku, tupu...

"tonta de bote"

en jeminn hvad zad er gamaan ad vera til.

Hamsturinn, Enrique og Marina Posted by Picasa

Marina og hamsturinn (sami og adur) Posted by Picasa

Iris og hamsturinn Posted by Picasa

Brudhjonin asamt litlu folki Posted by Picasa

Sn�tin og Stephane eiginmadur Sigr�nar...Paris er f�n borg.... Posted by Picasa

jueves, julio 21, 2005

Skrítin tilvera í bleikri búbblu ....

Þótt skrítin sé, þá er hún örugg og notaleg. Standa í sínu eigin öryggi og njóta góðs af sjálfinu og þeim sem sjálfið hrífst af.

Englar hafa lengi verið í uppáhaldi Snótarinnar og fór svo að leið var haldið til englakonu sem kom og sigraði hjarta og hug fyrrnefndar drottningar sem Snótin er.

Skríti upplifun og skynjun sem rekja má til fyrri tilvistartíma,lykt og litir hrísluðu í sálartetrinu. Skemmtilegt var innlit til englakonunnar enda geislaði hún af kærleik og gleði. MÆTTU fleir vera eins og hún.

Byrja þá barasta á sjálfri mér sem hefur verið með þungann hug yfir engu og engan hug yfir mörgu. Tjá skrítin tilvera sem við greiðum okkur í gegn.

Valið er okkar,við erum það sem við skynjum, það sem við ásetjum okkur og fyrst og fremst dásamlegar manneskjur sem eiga allt gott skilið í þessu dásemdarlífi.

Lengi lifi kóngurinn.

Oooooooog þið eruð öll hvert og eitt yndisleg......thi hi hi ein pilla enn, bajabbabababæ, trallalalalalalæ!

Þið vitið sossum hvernig Snótin er, í bláum bol og bandaskóm :)

sábado, julio 16, 2005

Heilagur Enrique

Og Heilög Carmen...

Óhætt að segja að familían sé að halda upp á heilagleika þessa dagana því 50% í fjölskyldunni halda dagana hátíðlega og við hin fljótum með.

Góður matur og mitt uppáhald (kampavín) örlítið að gjöfum og fullt af símhringingum til þeirra sem tilheyra heilagleikanum. Afmælisdagar og nafnsdagar eru miklir gleðidagar hér á Spáni og furða ég mig stundum á því að enginn spænskur snillingur hafi borið Snótarnafnið.

Grúska þarf aftur að tíma heiðingja og fyllirafta til að finna einhverja tengingu við nafnið. Hins vegar er einn dagur á ári í þessu kaþólska umhverfi sem er allra heilagra dagur og má segja að við hin sem ekki heitum eftir dýrðlingum getum einnig átt okkar kampavínsdag :) Gott og vel ef það er ekki 8undi sept sem þýðir að við eigum inni einn gleðidag á ári til að halda veislur. Ekki það að tilefni þurfi til, eða hvað finst ykkur.

Glaður maður í góðra vina hópi er sæll maður.
Dapur maður í góðra vina hópi er líka sæll maður. "in the end"

Diet Coce og Twix í morgunmat ætti að skerpa andann, mín að fara í Angel therapy á mánudagsmorgun......þarf að hvíla mig vel um helgina en get það sennilega ekki því hugurinn er á of miklu róli þessa dagana. Sofnaði snemma í gær og vaknaði eins seint og kostur var í morgun áður en haldið var til starfa.

Heilög Carmen = verndari sjómanna = sjómannadagurinn = 16 júlý og Hörður Skúlason er 5 ára í dag = Til hamingju Dagga og Skúli......

viernes, julio 15, 2005

Draumar sem rætast ......

..... Heldur betur er Snótin berdreymin.

Nú og hvað var Snótina að dreyma?

Jú, mýs og rottur, ullabjakk. Skárra er að dreyma þær en að upplifa merkingu draumsins.

Snótin styrkist við hvert áfallið og mun ekki láta "drauma" rottunart í handarbak fara með sálarlífið þar sem að lífið er fullkominn dans á rósum og aðalmálið er að brosa út daginn og vera góður við sína nánustu.

Frá rottum til raunveruleika ....

Elskulegi Loverinn minn var að reka á eftir mér að panta tíma hjá prestinum, einfalt verk sem jafnvel karlmaður getur gert, er það ekki? Nú styttist í þessa helstu ástarpússningu og mærin mjóa er ekkert að spá í hlutfall hins mjúka kropps. Er ekki bara töff að vera bommsuleg brúður?

Skiptir ekki öllu.

Draumur inn minn er stór, mikill og hann rætist!

domingo, julio 10, 2005


Oooooog svo stytti upp en vid snidug � lestarferd .................... Posted by Picasa

Nidur rignd en hvad er zad a milli vini zegar storgodin er sott heim. burr zad var hrollur i okkur eftir zetta aevintyrid og allir fengu ny fot til ad skerpa af ser mestu rollurnar ..... Posted by Picasa

� Disneylandi ...... eftir fadmlag vid Guffa z� stilltum vid okkur upp til myndatokunnar ..... bara gaman i Par�s Posted by Picasa

jueves, julio 07, 2005

Flott mynd hjá Sólfaranum

Zad má nú segja ad sólfarinn sé med pensilinn á lofti.

Rosalega flott mynd hjá henni. Kíkja á link sólfarans www.zotisolfari.blogspot.com .

Skrítid eins og zad er gaman ad dúlla med smá innskot á netid hvad bloggheimur er dofinn, saerdur, hraerdur.....

Hugmyndir hrynja inn, hvernig á ad vinna úr zeim.

Sýningin mín í september fer senn ad renna inn en verd ég tilbúin.

Snótin er ad fara ad gifta sig 7.Október..... jamm láta loksins verda af zví ad elska einhvern inn í eilífdina. Feit og falleg brúdur, ekkert múdur.

Aej er ekki tilveran barasta fín.