miércoles, abril 26, 2006

Ónefnd, brot af broti ......

Dóttir minni finst þessi mynd vera sæt. Takk elskan mín :) Það verður að segjast að hún litla yndislega dóttir mín hefur alltaf komið með falleg komment á myndirnar mínar og segir nákvæmlega það sem henni finst. Hér er smá sneið af einni nokkuð ólíkri en samt í stílnum. Já, ég elska þessa frábæru dóttir sem ég á, ekki fyrir að segja það sem ég vil heyra heldur fyrir að vera hún, vera hrein, vera hún sjálf! Posted by Picasa

sábado, abril 22, 2006

Mitt hjartans mál

H fyrir Hjartslátt


Á öruggum stað, í fjarska heima
ástin eina, ásýnd þín blíð
sameinast sálir um aldir og geyma
saman að nýju, nærvera þíð.

Andans gjöf, lífsins draumadans
mitt hjarta í þitt, þín hönd í mína
birtir sál, lýsir braut regnbogans
áfram slá hjörtu okkar í takt

jueves, abril 20, 2006

Ég legg mína sálu í þína

Hinsti Koss

Leggðu aftur augun, blíði æskuvinur
láttu ljós þitt anga, með bros í hjarta kær
Trúðu á ást og styrkan vanga
heimur okkar færist nær

Leiftur tindrar, styrnir milli heima
ljómar fegurð kærleikans, tillir blær
Fögur minning, hjartans teikn
Samveran styrkir hjartað er grær

Ég legg mína sálu í þína




miércoles, abril 05, 2006

Er fjör ...................

Engill í hjartanu stýrir vitinu

Undarlegt þegar okkur er stýrt og ástin slær taktinn
Undarlegt þegar við erum, við verðum saman
Undarlegt að vera við tvö, eitt sitt í hvoru lagi
Undarlegur samruni tveggja heima er hlúa hver að öðrum

Að elska lífið er ótti er slær í takt
Að elska lífið eru ljúfsár sannindi
Að elska lífið er að finna þig og bara þig
Að elska þig er að finna Guð í hjartanu

Fegurðin er það sem í hjarta berum

Já nú fjör!




lunes, abril 03, 2006

Upprennandi Kapteinn eins og afi!

"Mamma hvar er ég" Kappinn vildi fá að opinbera ástríðu sínu á Hafinu. Hann naut sín eins og við hin og var hvergi banginn á fleyginu. Veðrið var frábært, sennilega einar 30°C ekki slæmt það.

Við áttum í smá örðugleikum í byrjun en gekk vel þegar á ballarhaf var komið. Við sigldum með endilangri ströndinni og nutum þess að vera til. Samlokur voru útbúnar fyrir farþegana og herbi litli.

Sá stutti vildi alls ekki stýra Líf og mér þótti það lítið spennandi að halda um stýrið. Svona er þetta gaman, Íris Hadda tók hins vegar um stýrið og var hvergi bangin og sigldi eins og hver annar skipper.

Við komuna í höfn var snekkjan bundin við og við yfirgáfum smábátahöfn Torrevieja,þurftum þó að halda til baka þar sem úr ektamannsins varð eftir. Ekki voru öll ævintýri Enrique jr. yfirstaðinnn því hann datt milli báts og bryggju, litli óþekktaranginn! Pabbi hans kippti honum upp og strípaði vininn á staðnum sem greip í tillann og meig í stilltann sjó!

Já, það versta var hvort fiskaskítur hefði farið í eyrað og spurning með mallann. Jamm, það var væn sturta við heimkomuna enda sá stutti búin að fá vígsluna. Bannað að stökkva milli báts og bryggju! Hann passar sig vonandi ungi herrann minn. Gaman, gaman!

domingo, abril 02, 2006

Sólrauð með gleði í hjarta ...


Gaman var í sjóferðalaginu ....Falleg stúlka setti á sig björgunarvestið til vonar og vara. Ferðin gekk vel á meðan á siglingu stóð þótt smá örðugleikar hafi átt sér stað í upphafi.

Það þarf að þvo bátinn rækilega, skrúbba og þvo til að vel megi vera. Úr hafnarstæði var haldið og hafið tekið opnum örmum. Frábært veður í alla staði og ekki laust við smá roða í kinnum!

Líf heitir báturinn og er lipur og snarpur sem lífð sjálft. Kapteinn Enrique Ramon tengdafaðir minn stýrði fleyginu sem hetja. Við hin slökuðum á, horfðum á hafið og smelltum af nokkrum myndum.

Við vorum í eina 1 til 2 klukkustundir á hafi úti og sleiktum strandlengjuna þar sem léttklæddir sólfarar spókuðu sig á ströndinni og í sjónum ..... Þótt tíðin heiti vor þá snarklar í einum 30°C Sumardagurinn fyrsti er ekki fyrr en eftir tvo og hálfan mánuð, hvorki meira en minna! Geggjað fjör og vorhugur hvílir í hjartanu. Til hamingju Ísland eins djúp Silvía Nótt segir. Með eða á móti, allta annað mál......Við erum hér og við styðjum þig, er það ekki! Áfram Ísland!

Rissettý Pissettý

Það má segja að sumir bloggarar hafi gabbað meir en aðrir. Fyndið gabbið frá Lísu Skvísu! Já ég hljóp April yfir á bloggið hennar Hönnu, og spyr hver er Hanna? LOL

Dóttir mín tilkynnti mér að frænka sín hefði handleggsbrotnað í körfubolta og tókst henni að gabba mig þrátt fyrir að fáir þröskuldar séu hér þá trúði ég henni. Krakkinn er ekki vanur að ljúga að mömmslunni sinni!

Nú, það helsta úr lífi okkar að minnkunin gengur vel og bara ótrúlega, krakkarnir rífast sem er merki um hestaheilsu og við hjónin bara nokkuð sátt og sæl með hvort annað. Aha!

Afi minn og amma mín áttu 56 ára brúðkaupsafmæli í gær þann fyrsta apríl. Alveg satt! Ég spurði afa hvort hann væri búin að gabba ömmu eitthvað en hann kváði nei við! Ég bætti því þá við að fyrri 56 árum gabbaði hann hana fyrir lífið svo þetta væri í lagi! Ég næ varla að verða gift i 56 ár en ef svo fer þá mun ég verða 93 ára og elskan mín 96 ára! Spennó!

Nú er kvínið í trítment með Bláa Lóns maska í andlitinu, þarf að ferðabúa sig þar sem heilmikil sigling er framundan. Set inn myndir í kvöld ef við náum höfn á nýjan leik!

Já og að öðru rissi og pissi þá eru 3 nýjar og mjög ólíkar komnar á striga, þarf að fara í númerleik og fullklára til að geta sýnt ykkur. Ekkert smá kúl ..... Nú er Zordis á háum hól!

Guð er í anda hvers manns, guð er hluti af okkur, Guð það erum við .........

sábado, abril 01, 2006

Minnkandi Manneskjur

Spurning að taka fyrir mynd og eiga svo eina eftirmynd. Væri snilld að gera það og helst á ofurskræpóttu bikiní. Ég þarf að koma mér í þetta, stilla myndavélina og velta mér eins og vænsti fýsibelgur í hverfinu mínu.

Já, það yrði sjón til næsta bæjar ..... félags.

3ji dagurinn minn hefst í dag en mín ákvað á Íslandinu góða að smella sér í hóp þeirra mörgu sem minnka daglega með aðstoð Herbalæf. Hef prófað það áður og náði að skræla af mér allnokkur kílóin og það var ekki vont að stíga á vigtina í morgun og sjá bendilinn á öðrum stað.

Hægt gerast góðu hlutirnir og það sama má segja um fæðingu bjútí kvínsins, hún er þarna inni ofurþolinmóð eiginlega orðin móð á öllu þessu þoli .............

Ekkert hefur verið bloggað um hríð en það má kenna vinnunni okkar um það "smil" ég hætti með zyrnirós á central þar sem ég vil ekki að minniháttar atriði í lífi mínu komi mér úr jafnvægi. Kanski ég eigi að tileinka mér Geðorðin 10 þegar ég kommenta í þessu helsta leiðinlega central.

Men Men (á norsku) eins og Húni segir svo oft ...... ég segi Men Men og hugsa bara um tippi.

Já, Drottningin í mótun, minnkandi manneskjum er best að lifa!