viernes, mayo 06, 2005

Ég hugsa um svo margt.

Ef ég gæti opnað það ótalmarga sem hvílir undir niðri þá værum við að tala um nýtt Vesmannaeyjar gos. Talandi um gos þá dettur mér Spur-Cola í hug og fallegt flöskuformið. Sem minnir mig á Íturvaxna konu sem er grænmetisæta og tekur inn Vitamín og lýsi. Sem merkir hraustleika og kraft. Sem minnir mig á Ísland sem ber mig heim á ný. Sem kveikir upp löngun í gott kaffi og Másakökur. Sem minnir mig á Lísu Reikistjörnu. Sem ber mig til baka á ný. Gaman að heyra í þér í gær og svo fyndist mér í lagi að einhver sterkur karlmaður gæti alveg skutlast með henni til að gera það sem hún þarf að gera........

Karlmaður óskast sem á bíl....

2 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Mér líst á Þórdísargos.. láttu gjósa.

Másakaka og kaffibolli vekur upp minningar.. er eingöngu fjarlægur draumur þetta árið.

Já, það var gaman að heyra í þér mín kæra.. var ekki að átta mig á því að hafa talað við þig fyrr en langt var liðið á kvöldið.

Knúsaðu alla kalla frá mér.

06 mayo, 2005 16:36  
Blogger Zórdís said...

Ég er ad fara í fermingu og zar er fullt af körlum sem ég mun fadma alveg haegri vinstri frá zér mín kaerasta.

Ég er ad velja á milli zess ad fara í buxnadrakt eda kjól....

07 mayo, 2005 10:39  

Publicar un comentario

<< Home