sábado, enero 13, 2007

Berfætt og brosandi ...

Laugardagsmorgun og fullmikil partrýlöngun hríslar um krúttlegann kroppinn.

Í dag er dagur lauga og ditten sem þarf að þrífa og stússast en mig langar bara að finna til gamla diskógallann. Dansa frá mér vitið og splæsa í eina ískalda kampavín!

Kanski má kenna þessari löngum um tónlistina sem hljómar í eyrum okkar heimilismanna.

BONEY M ............. Geðveikt góð hljómsveit.

Í vinnunni í gær barst talið einmitt að nýja safn geisladisknum mínum með Boney M. Og fólk hefur sínar mismunandi ástæður fyrir því að hafa keypt disk með þessari ofur gúru hljómsveit.

Ég verslaði diskinn vegna þess að ma og pa voru í gírnum með þessa tónlist. Samt svo fyndið að börnin mín kunna textana og syngja og dilla sér með. Ég held að þetta sé sálarsefjunartónlist. Taktur sem róar og fyllir hvert rými af frelsi. Já, nú er klofinn minn kominn í gírinn og heimtar smá bossadill.

Ætli ég verði ekki að gefa undan og dansa um húsið mitt berfætt og brosandi.

Heimsk og hamingjusöm er mottó mitt fyrir daginn í dag! (hitt er of flókið)