lunes, diciembre 04, 2006

Nú styttist í Íslandið ...






Hér er sæta prinsessan mín hún Íris Hadda. Prúð og falleg enda uppábúin og tilefnið er 1.árs brúðkaupsafmæli foreldra hennar. Við skemmtum okkur öll vel enda tilefnið yndislegt.







Hér er duglegi strákurinn minn hann Enrique, svolítill prakkari í eðlinu, það var ekki leið að ná mynd af drengnum þar sem prúður svipur var á. Það er allt í lagi vegna þess að hann má vera fyndinn og sniðugur eftir sínum eigin behag.









Hér erum við öll saman komin í uppstillingu. Við áttum yndislega kvöldstund og nutum okkar hver á sinn hátt!

Það verður að viðurkennast að ekki hefur kraftur gripið kerlu í færslum á þessari síðu en ástæðan sennilega annríki. Nú fer www.zordis.com að komast í nýja búninginn sinn. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig útkoman er og verður. Nýjar síður bætast við og það verður spennandi að sjá muninn. Endilega látið mig vita hvað ykkur finst því þessi siða er fyrir ykkur :-) ekki síður en fyrir mig. Það er alltaf gaman að gleðja augað og ég vona svo innilega að ég nái að gleðja einhverja. Ég geri mér grein fyrir að ég næ ekki að höfða til allra en ég mun vissulega reyna eftir megni!

Er komin með glænýjar hugmyndir í kollinn (kolluna) og væri til í að vera bara heima og með pennsla á lofti. Best að fara varlega með að óska sér þar sem allar óskir rætast! Óska sér vel og gefa af sér í leiðinni.

Ísland nálgast óðfluga og hlakka ég óskaplega til en geri mér grein fyrir að ég mun sakna spænsku jólanna þar sem síðastliðin 8 jól hafa verið haldin í landinu hlýja !!! Mig langar fyrst og fremst að sýna börnunum mínum hvernig íslensk jól eru svo þau nái að ylja sér á fallegum og breyttum minningum ....................... Lifið heil

2 Comments:

Blogger S r o s i n said...

Jólin eru yndisleg ef maður er með sínum nánustu, þá skiptir varla máli hvar maður er. En auðvitað er gaman halda jól á Íslandi.

Góða ferð til lands Íss og elda.

07 diciembre, 2006 18:25  
Anonymous Anónimo said...

Falleg börn, fallegt heimili, fallegt kona.

En ég er alveg í vandræðum, hvert á ég að senda jólakortið þitt? Hef enga addressu, hvorki þar né hér :-/

Sendu mér endilega póst, krúsla!

08 diciembre, 2006 16:05  

Publicar un comentario

<< Home