lunes, mayo 09, 2005

Steingerfingur úr fyrra lífi.

það er víst óhætt að segja að sumarið sé farið að þröngva sér í mjúkinn. Hvorki meira né minna en 37°í forsælu sem eru rétt rúmlega of mikið. Gærdagurinn sennilega heitasti dagur það sem af er árinu.

Snótin býr svo vel að hún getur að jafnaði kælt og hitað hýbýli sín eftir þörfum en svo virðist sem að nýja húsið sé þeim kostum búið að það er svalt. Eitthvað fiktaði mín við pensilinn í gær og náði að klára eitt stk. mynd sem var farin að hlægja að mér upp á vegg. Snótin þarf á því að halda að virða myndefnið fyrir sér svo dögum og vikum skiptir áður en lokastrokan er tekin.

Í framhjáhlaupi málaði ég eina litla mynd og Loverinn sagði; "ég skil ekki hvað þú ert eiginlega að meina með þessu" Snótin misskilin af Lovernum en það brýtur ekki niður risaeðluhugin. Ætli mærin sé ekki bara Steingerfingur úr fyrra lífi. Skyldi engann undra þar sem Snótin er sérlunduð og misskilin frá fornu fari. Ætíð óhrædd að segja hug sinn þvert á geð annara sem stundum kemur henni ílla.

Vini sína elskar hún mest þótt hún komi kanski ekki alltaf nógu vel fram en batnandi Steingerfingum er best að lifa og með andanna hjálp þá klíf ég hafið eins og bróðir minn hann Jesú.

Farið í Guðs friði og njótið lífsins

3 Comments:

Blogger Zórdís said...

Ég var að enda við að segja við manninn minn að ég þyrfti að fara í september til að halda sýningu. Best ég kanni flug fyrir okkur; mig og myndirnar....hí hí hí

10 mayo, 2005 10:36  
Anonymous Anónimo said...

Hmmm ... hvenær verður sýningin og hvar???

10 mayo, 2005 18:27  
Blogger Zórdís said...

Ég sé þetta fyrir mér í nágrenni Þorlákshafnar........og tíminn er september.....

11 mayo, 2005 10:27  

Publicar un comentario

<< Home