jueves, julio 20, 2006

Myndin góða ......

Hér má sjá frændsystkin ljúf og góð með litla rassatúttuna sem er eins mjög nauðsynlegur þáttur í tilveru þeirra. Einhverra hluta vegna vil litla túttan vera hjá Marínu en ekki Enrique. Enrique böðlast með kisu og mjása ekki alveg til í að láta hamast með sig né að fara í sundlaugina!

Uppstilling og var mikið atriði að kisi væri með andlit sýnilegt.

Barnamyndina ætlaði ég að birta í gær en stundum eru hlutirnir eins og þeir eru. Við heimkomu var lítið gert. Við snæddum kjúlla lundir með dýrindis pönnusteiktu grænmet og það féll í gleymsku að líkaminn væri í svona minnkunarástandi ...... Æj, það gleymist svo oft!

En svona til gamans þá er myndin hér fyrir neðan. Eins og góðri tengdadóttur sæmir þá var keyptur rammi og myndin prentuð út og tengdamamma varð svona líka sæl með myndina ....

Takmarkinu náð og hún komin í safnið.

Hvert ár stilla þau sér upp í sveitinni og við tökum hana án alls undirbúnings þar sem við erum alltaf fallegust þegar síst er von.

Frá vinstri talið, Marína, Íris og Andrea svo og Enrique sæti strákur!

Marína svipar til Mónu Lísu, takið eftir brosinu og takið eftir hvað litla yndið mitt er líkur frænku sinni.

Veðrið er yndislegt og er það skýring hversu léttklæddar þessar elskur eru. Þau eru Ljúf og góð og Amma og Afi eru miklar hetjur að hugsa um þau og elska alla daga sumarsins. Tengdamamma varð 70 ára þann 16.júlí og sonur minn sagði; "Amma nú ertu gömul" Gaman að fá svona sjarmatröll til að koma því beint í æð.

Hvað er betra en ljúf og góð börn.

lunes, julio 17, 2006

1 2 3 og kanski ..... meir !




Pepe og Daisy

Vinnuferðir geta verið þreytandi og gleðilegar.
Vinnuferð til Madrid borgar.

Næsta ferð hugsanlega haldin til
Sofía í Bulgaríu og Barcelona

Sætur þessi strákur sem vildi troða sér inn á mynd með mér. Dóttir mín var alsæl að eiga mynd af mömmu sinni og stóra bróður í Madrid.



miércoles, julio 12, 2006

Blátt áfram ....

Ókláruð svipar til en er ekki sú sama. Stúlkan er dreyminn hugsar um blátt og fagnar frið.

Borðstofuborð sem birtist í bútum, notað fyrir veislumat, snarl og sullumall. Næturhúmi sækir að og framundan heill dagur, ný tækifæri og gamlar syndir.

Dagurinn hefur þotið áfram, runnið mér úr greipum þó ekki tekið frá vitið. Má nú ekki við því að missa það litla vit sem eftir er en svona er þetta bara.

Hvað er það sem gefur lífinu gildi? Ilmur lótusblóma, barnsgráturinn eða bros kaupmannsins á horninu.

Það litla og ljúfa, að fara úr höll í kofa, að bukta sig og beygja kanski mest um vert að læra að halda um munn sinn og þegja. Þögnin er ljúf og veitir svigrúm, þögnin er ilmur þess blinda og sjónin er heyrn þess daufa.

Nú er zyrnirósin komin hálfan heim á enda og rétt að fá sér smá blávatn fyrir svefninn. Vatnið er hreint gott og heldur okkur hérna megin. Væri til í íslands ilhýra rigningu. Kanski við málum eina bláa í tilefni rigningu Vogarinnar. Jólaskrautið hangir enn í gylltum gardínum stofunnar sem er bara gott mál.

Frá hæstu hæðum er besta yfirsýnin, kanski ég trekki mig upp fyrir haustið!

lunes, julio 10, 2006

Ljúfur

Zyrniròsin gerði hóf sig hátt .... svo hátt að svefninn var rofinn. Gróður út um allt og spurning um að sparka sér í gang.
Lítið sem ekkert að gerast á zyrnirosinni og tími kominn á eina innsetningu. Ákvað að setja inn myndina Ljúfur en hún er í einkaeigu og er máluð handa Húna Konungi vini mínum.Vona að Húni sé sæll með myndina sína en hún hlaut nafn sem hann er =Ljúfur ............

Er minnir á að hún vinkona mín Sólfarinn á enn eftir að fá sína mynd. Kanski að kona sparki í sinn æðri enda og láti lagfæringum lokið og afhendi "Vinkonur" til síns heima! Væri gaman ......

Ást í poka sem ekki má loka því þá kemur þoka .... kanski dalalægðin sem Srosin var að tala um. Svo rómantískt! Posted by Picasa

jueves, julio 06, 2006

Brazil og Zyrnirosin

Gód blanda!

Zad er ekki nema von ad Sambadrottningin sé eins og hún er enda alzjódleg paeja sem á heima allstadar zar sem höfudfatid passar á snagann eda tangad á krókinn. thihihi

Bara gaman ad prófa zetta risa stõra dásemdarland, zar sem brosid braedir hjarta og hugur naer ad slaka og hvílast!

Langar rosalega til ad gera svo margt og sé ad önnur ferd verdur sett á 2ja ára planid zó ekki vaeri nema til ad ná í brúnku. Stelpan er ordin kaffibrún, tja eda eins og mjólkurlitud blanda. Very Sweet!

Verd ad fara zar sem Sambad bídur og mín bara spennt fyrir kvöldinu. Nú lídur ad heimkomu svo ekki má missa úr danssk´lanum!

Knús og slatta af hinu!