martes, diciembre 19, 2006

Maríu Erla

Hver er þessi Maríu Erla? Jú hún er kvenfugl og sat á þvottasnúrunni heima hjá afa og horfði til okkar eftir andlátið hans. Hún kom og sagði fátt en hafði svo ríka merkingu fyrir okkur.
Sumt getur maður ekki látið fram hjá sér fara og minningin um Maríu Erlu fylgir mér áfram. Ég á von á því að þessi mynd sem aðrar verði settar inn á nýja síðu www.zordis.com en hún hefur tekið stakka breytingum. "hux" Er orðið stakka breyting til eða segir maður tekið stakkbreyting .... Kanski bæði rangt, engin afsökun og svei ef svo er. Það er tíðindalítið í kotinu hér á Spáni, allir sofnaðir og ég tiltölulega nývöknuð (00.56) sofnaði með litla krúttinu mínu og festi svefninn. Ætlaði að hringja til Ástralíu og fá fréttir af Dingo og Kengúrum en það verður að bíða til morguns en þá er kvöld í Ástralíu. Merkilegt hvað tíminn er afstæður og við mennirnir með!

Nóg fyrir stafni á morgun og hinn og svo er það loft fimleikar .... fim mun frúin stefna yfir hafið og á eftir að gera ógeðslega mikið og meira en oft áður. Gleymdi að gera doldið í kvöld sem er miður en ekkert sem ekki er hægt að laga með öðrum hætti.

Kanski ég fái mér frosk á nýju ári, til að næla mér í koss koss ..... Posted by Picasa

6 Comments:

Blogger Zórdís said...

Hér koma fáir, þetta er eiginlega orðið sonnnnna leyndóbloggetýblogg! Sánt er livet, þú veist að ég nenni ekki að finna bollurnar í suma stafina.

Hafðu það notalegt ljúfust!

23 diciembre, 2006 10:19  
Blogger Guðrún said...

Gleðieg jól Þórdís mín og megi nýja árið færa þér og þínum hamingju og gleði.

24 diciembre, 2006 03:03  
Anonymous Anónimo said...

Three?
buy hydrocodone online

26 diciembre, 2006 23:06  
Blogger Lilja said...

Hohoho, stakkaskipti væntanlega.

Gleðileg jól aftur!

27 diciembre, 2006 20:43  
Blogger Zórdís said...

Stakkaskitpi er orðið ... Gleðileg áramót kæru vinir!

31 diciembre, 2006 16:42  
Blogger adrienne trafford said...

this is very beautiful - i love the bird!

17 enero, 2009 18:39  

Publicar un comentario

<< Home