martes, octubre 24, 2006

Á ferð og flugi ....

Hjónakrúttin eru á ferð og flugi. Frúin hlær í járnfuglinum á leið til Íslands, hún skoðar Reykjavík sem hver annar fróðleiksfús útlendingur, "gulstakkur" (sá er klæðist gulum regnfötum) ...

Dramadrottningin mætt á svæðið. Ó, Já! Mætt en ekki hætt. Förinni var heitið að Alicante flugvelli. Það var seint um kvöld og harðgifta konan deildi leigubíl með íðilfögrum karlmanni um fertugt (o.k. kona um fimmtugt) en fínn ferðafélagi !!! Okkur lá ekki tunguhaftið latt því spjallað var um heima og geyma í háloftum Evrópu. Ferð var eins og fyrr er greint til Íslands, ofurfagra eldfjallalandsins.

Nálgun við himnaríki og endalaust líf, frænka mín var flugfreyja í fluginu og ferðafélaginn yndis skemmtileg kona er deildi með mér leyndarmálum sem við segjum engum frá.

Heimkoman skemmtileg þó með þá annmarka að ég hitti hvorki mömmu né pabba! Ömmu mína né aðra sem ég elska af hreinu hjarta. Ég talaði við mömmu og pabba í símann, svo og aðra skemmtilegar manneskjur. Sumar skemmtilegar manneskjur voru ekki við sem ég tala við síðar!

Á morgun heldur maðurinn minn til annarar heimsálfu og kannar kunnuglegar ferðaslóðir familíunnar. Á morgun verðum við krakkarnir ein heima og njótum þess að vera það sem við erum. Að sjálfsögðu munum við sakna allra besta maka og pabba alheimsins.

Nú er komin tími á háttinn þar sem skólinn svíkur engann og járnfuglinn flytur ektamanninn í annann heim um 06:00 í fyrramálið.

Lifið heil en ekki veil :-)

sábado, octubre 07, 2006

Eitt ár, Eitt svo heitt.

Heitt að mörgu leyti.

Í telefni dagsins dró ég spil að hætti Margrétar fyrir næsta ár.

Ég dró Bikarás sem er undurfallegt og boðskapur góður fyrir ástfangið fólk.

Við njótum lífsins og stundarinnar á réttan hátt.

Í kvöld gerum við okkur glaðan dag með börnunum okkar og förum á æðislegan veitingastað og nú í morgunsárið er Frúin búin að útbúa morgunverðarhlaðborð með ýmsu bakkelsi og brauði.
Ektamaðurinn vaknaður og kaffið brakandi og gott.
Eigið yndislegan dag!

domingo, octubre 01, 2006

Logandi rautt hár ...

Tilraunastarfsemi í gangi. Ó, já! Logandi eldrautt hár prýdir nú fagra umgjörd frú Zórdísar.

Verst ad vera ekki med mynd vid hendina en aetla maetti ad hár frúarinnar sé ekki ólíkt logótípunni er hvílir hér haegra megin. Zd er ótrúleg ró yfir kerlingunni, svona sigurtilfinning sem ég get ekki útskýrt.

Graenir fingur hafa verid idnir á zessu heimili. Zessi sömu fingur maettu vera idnari vid tiltekt en svo er nú ekki. Hér á Spánarlandinu zykir ekkert merkilegt ad vera med konu sem kemur og zrífur heimilid svo vid sem myndum fjölskylduna höfum meira af zessu sem vid nefnum Quality tíma med hverju ödru. Íslendingurinn í mér og bakgrunnur er ekki alveg ad fíla zad ad fá konu heim sem skrúrar, skrúbbar og bónar medan vid hin störfum. Zarf kanski ad adlaga mig betur ad zví sem er og mida vid hvar ég er.

Já, já ................

Á morgun kemur nýr dagur. Ég aetladi ad fara og byrja á 10 mynda seríu, er tilbúin og zarf bara ad skrúa mig í gang í kjallarann. Svo eru jólakortin enn á hakanum. Spurning hvort ég hafi tíma í zetta. Spurning sem ég ein get svarad. Svo er audvelt ad vinna tíma zegar madur svissar úr olíu í akrýl. Já, er ekki málid ad láta bara verda af hlutunum!

Nú hef ég 2 íbúdir til útleigu. Hin fyrri er langtímaleiguíbúd og sú sídari er skammtímaleiga. Ef ykkur vantar íbúd á Spáni zá bara ad senda fyrirspurn á zordis@zordis.com Svo zar sem ég kem til Íslands um jólin, stefni á sýningu sem er enn í lofti, óundirbúin = zordis

Lífid er sá ilmur er snertir hjartad. Lífid er hjartad sem leitar ad ilminum.

Nidurstadan líf zess er leitar!

Aetla ad láta brennheita haustgoluna blása í eldrautt hárid. Aetla ad taka mynd af mér og sýna ykkur hvernig zórdísar eru med logandi eld rautt coca cola hár. Já, hver dagur tekur sína mynd, glaenýja og ferska! Ég er sátt í dag og hamingjusöm ad eiga gódan mann, ózekk börn og skilningsríka foreldra og saetustu ömmu í heimi = Zórdísin er í skýjunum og zarf ad haetta ad borda umferdareyjusveppi. He he he.