domingo, diciembre 10, 2006

Annar í Aðventu ...

Svolítið dökk en hér er jólakorta aðstaðan mín.

Full snemmt að hita glöggið núna en það verður kanski gert seinnipartinn



Ekki seinna vænna en að draga fram fjöðrina og munda rithöndina. Jólakortin verða tekin í dag og sett í póst á mánudag!

Allir sem vilja kort skrifa sig , nafn og heimilisfang :)

En, dagurinn er rétt skriðinn af stað, veður dásamlegt og bylgjan glimmrar í bakgrunni tölvunnar. Sagt er, "Nýtt kortatímabil" hehe dæmigert eyðslusamfélag þetta Ískalda elskulega. Skiljanlegt þar sem allir eru komnir á brýndar eyðsluklærnar!!!

Ég keypti alveg meiriháttar flottan krans til að setja á útidyrahurðina. hann er úr fallegum greinum og eins og sé allur útsteyptur kristöllum. Ofsasætur alveg. Skreytingum stillum við í hóf þessa hátíðina þar sem að við munum fara að heima um hátíðirnar. En eins og sést á myndinni þá hangir jólaslörið í stofuglugganum (var aldrei tekið niður) svo lofaði ég pabba að finna skrautið sem amma heitin gerði, sem ég er nýbúin að taka niður. Neyddist vegna þess að ég tók stofugardínurnar niður og þvoði og var nauðbeygð ....

Best ég fari og finni skrautið og setji það upp og nýþvegnu gardínurnar.

Glæsilega annann í aðventu

4 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Nýja síðan er dásamleg, til hamingju! :)

13 diciembre, 2006 13:55  
Anonymous Anónimo said...

Vó, hef ekki kíkt hingað lengi, hélt að þú værir alveg flutt á Moggann
Æðislegar myndir frá brúðkaupsafmælinu. Til hamingju.

13 diciembre, 2006 21:58  
Blogger Zórdís said...

mjo mjo danke takk! Það var gaman, mjög gaman elsku lísan mín ..... og Lilja takk takk mange tak!

Ég er svo geðklofa að ég þarf að hafa eina síðu fyrir hvern hug! :)

13 diciembre, 2006 22:52  
Blogger Zórdís said...

You would be surprizzzzed!

04 enero, 2007 23:47  

Publicar un comentario

<< Home