sábado, agosto 26, 2006

Afrakstur ekki bara rakstur ...

Dreymin og Gleymin
19x33
Kokteill
19x33
Uppskera
19x33
4 rósir
19x33
Hugur minn hvílir hjá zér
19x33
Loksins kláradi skessan zessar! Vantadi bara lokahnikkinn, zann sem gerir allt svo fullkomid og endanlegt! Er ad njóta zess ad mála í Akrýl en zad er svo fyndid eins og ég elska Olína zá er Akrýllinn svo zaegilegur og í einum Hviss Bang zá getur zú gert svo margt! Úti hljóma hvellir af áramótasprengjum en aetli eitthvad fóltboltalidid hafi barasta ekki unnin NÚNA.
Eidur Smári á eftir ad fá hjarta margra slá hradar en ekki gekk zeim vel í gaer á móti Sevilla er hampadi bikarnum og raud gledi fram á nótt spillti ekki fyrir okkur sveitavaenum varginum.
Vona ad myndirnar líki ef ekki zá er zad bara zannig!

Rís og lát ljós zitt skína ....



... Upp fyrir allar fyrri aldir og dagurinn komin í gírinn! Sonur minn brádnaudsynlegi spurdi hvernig zad vaeri, "Er ekki haegt ad kókómjólk hérna, hvenaer aetlaru eiginlega ad koma med hana" Áhorf til heidurs teiknimynda sem í raun er mjög sjaldgaeft yfir sumartímann!

Hér til hlidar er snádinn á 6 ára afmaelinu sínu, hárprúdur og nokkud prúdur!

Hárid fékk ad víkja enda drengurinn sem vaensta efni í Sprite auglýsingu zegar º í ft. stigu, allt 40 samtals en ekkert sem piltur er ekki vanur!
Ég er rosalega glöd yfir ad hafa endurheimt ránsfenginn. Svooo pirrandi ad láta raena sig, arrg "madur" raedur ekki vid reiditilfinningu sem hellist yfir mann, "madur" gerist mordingi í huganum og í raun "madur" dettur úr zví ad vera zessi yndisljúfa og blída manneskja sem keppnin stendur til. Lífid er stundum átakanlegt, á litlum stundum zegar tilveran hruflar vid okkur.

Ég átti 2 sveifluríka daga í zessari viku og zarf ad stjórna tilfinningum mínum med ákvedni og dyggd. Hver nennir sossum ad rífast vid frekan karl sem tredur sér framfyrir í haegfara röd Skattmann. Eiginlega ekki ég ennnnnn,

Ég lét hann heyra zad ad hann vaeri med hardasta andlit sögunnar um midaldra mann sem traedi sér framfyrir ungar konur med börn og gamla karla! Hann aetti sennilega sárt um ad binda zar sem hann vaeri ekki med öllum mjalla og zess vegna vaeri réttlaetanlegt ad hann gerdi sem audsýnt var. Öryggisvördur skattstofunnar var komin í málid og braedi mín undir miklu "contról". Vördurinn gerdi lítid annad en ad tilkynna manninum ad hann hefdi rangt fyrir sér en sá hinn sami stód sem fastast og tród sér fram fyrir okkur hin minniháttar sem ad sjálfsögdu höfum ekkert annad ad gera en ad hinkra á opinberum skrifstofum.

Allavega, engu ad sídur, og mikilvaegast af öllu, ég spelladi hann! ;) gyllinaed er ekki gód og hann fékk eitt stk. gyllinaedarspell! Zarf ad sitja á sundkút eda kaupa sér Hemoal kremid sem deyfir víst aumann zarminn!

Núna, aetla ég ad bidja Gud um ad blessa allar mennskar verur, sjálfa mig og zig lesandi gódur!

Zetta er dagur til ad vinna í lottói, raka sig undir höndunum eda mála nokkrar myndir!

domingo, agosto 20, 2006

Skál

jueves, agosto 17, 2006

Sætir Krakkar í Hannover

Íris Hadda sæta stelpa
Enrique sæti strákur
Bangsarnir mátaðir í Hannover ... Krakkarnir voru mjög hrifnir af þessum götufígúrum enda mjög flottar!
 Posted by Picasa

martes, agosto 15, 2006

Dk ferðin og ýmislegt meira

Akrýlmyndir sem njóta áhrifa danskra lágfjalla og snyrtimennsku. Danmörk fær 10 hjá mér fyrir það sem landið er og býður upp á. Danir eru flottir og að auki geta þeir verið ansi skemmtilegir. Þegar dani og spánverji hittast þá tala þeir báðir sitt mál og skilja svo allt nánast 100% .....

Ég er skotin í dönum og spánverjum og svo líka pínulítið í sjálfri mér og bönns í Íslandi sem er án efa langflottasta land í heimi.

Mín hefur ferðast víða og má segja að sumarið í Sumar hafi verið ferðasumarið mikla.

Í fyrstu hélt stórfamilían til Barcelona frá Alicante. Við flugum þaðan til Hollands og áttum eina nótt. Holland er ekki ofarlega á óskalistanum eftir þessa geysilega lélegu þjónustu er við fengum en vissulega gerum við ráð fyrir að þetta sé ekki þversnið af því sem í boði er. Hef oft farið til Hollands áður og ekki lent í neinu í líkingu við það sem tók á móti okkur. Annars fallegt land og mart í boði!


Á flugvellinum í Hollandi var hlaupið í gegn og upp í þann stærsta járnflug settumst við "vísitölufjölskyldan" Langt flug framundan enda heil heimsálfa er beið handan línunnar. Mikið var mín orðin rugluð á tíma enda stíft ferðalag sem við áttum og áfangastaðurinn enginn annar en Brasilía. Mæli alveg með þessu fallega ósnorta landi. Mikilfenglegt landsslag, gnægt af vatni og mílur af landskikum sem gaman væri að reisa sér sumarbústað á! Menning og list skapast ef má segja af þeim áhrifum indo menningar og er hún í senn spennandi og falleg.

Við náðum ekki að kaupa okkur listaverk í þem skilningi í ferðinni en áhrifin urðu þónokkur og eftir liggja margar skissur fyrir pastelinn er birtist á síðari stigum. Veðráttan er hin glæsilegasta. Alltaf jafnt og ljúft verðurfar, fólkið glaðlynt og þjónustulund er ekki þarf að kvarta yfir. Gaman að tjútta í Brasilíu, dansa Samba, leiðast með elskunni eftir ströndinni og borða góðan mat og njóta með einhverju svalandi.

Hálfur mánuður af slökun á flottu hóteli varð til þess að stressmaurinn sem gjarnan poppar upp lést og hefur enn sem komið er ekki ratað heim. Er samt viss um að þessi maur er handan hornsins og kemur síðar.

Eftir 22 klukkustunda ferðalag var hálfgerð þreyta í kroppum fjölskyldunnar því sama lykkja var tekin heim nema með viðkomu í Madrid.

Heim í háttinn og allir sváfu rótt en misvel. Það tekur smá tíma að vinna niður tímamismuninn sem unninn var upp á nó time.

Undirbúningur næstu ferðar var hafinn með hálfsmánaðar viðkomu í vinnunni. Unnið er allt árið og toppurinn er svo fríið sem við njótum í einum "hviss bang" og svo er þetta búið. Við fæðumst og við deyjum. Hvað við gerum við dýrmætann tímann sem spannar lifitímann er svo annað mál. Ég er sæl og sátt við þetta busl mitt og ætla að njóta þess frekar en annað.

Hundabifreiðin okkar var hlaðinn, kælitaskan fyllt af ísmolum og kælivara tínd til og þegar "pussan" var hlaðin var okkur raðað inn. Nú skyldi stefnan tekin upp eftir landakortinu í áttina að dejlige danmark. Við áttum stefnumót í danmörku og áttum fyrir okkur stífa keyrslu, ca 2 til 3 þús km. Er ekki viss á km en þetta er sæmilegasti spotti!

Ýmis lönd sem ekki er hægt að sneiða hjá en við fórum yfir til frans sem er huggó, kíktum á fegurð Lux og þaðan yfir til Þýskalands sem kemur á óvart. Fyrrilífsreynslan hræðir ekki (ætti kanski að húrra mér yfir til Rússlands á akrana þar). Við náttuðum í þrjú skipti á dk leiðinni og er Flensburg einn af þeim stöðum er við gistum á. (við minnumst ekki á Köln og sjúkrahússöguna, ó nei) Flensburg og moi = ást. Ein af uppáhalds viðkomustöðum verður að segjast. Hefði alveg verið til í að vera þar í nokkra daga. Hótelið var því miður svínheitt og engin loftkæling til að draga úr saunatilfinningunni. Fyrir utan að það var slatti af innkaupaóðum dönum og norðurevrópubúum þarna. Jamm ......

Við komum alsæl á leiðarenda, Jótland, Herning, Ilskov. Áttum þar notalega stund í nokkra daga þar sem þessar myndir fengu líf. Þær eiga allar sitt ákveðna nafn og tengjast dvölinni þar. Allar eru þær 30 x 30 málaðar í Akrýl sem er bara nokkuð skemmtilegt efni. Aldrei dýft pensli í akrýl fyrr og er þetta afraksturinn. Allar þessar myndir eru til sölu, á fullann kjallara af myndverkum svo það er bara ein og ein sem fær aldrei að fara að heiman.

Tók þátt í international myndkeppni. Þarf að finna slóðina fyrir þá sem hafa áhuga að skoða Friends Forever en það er myndefnið mitt!
Bara gaman að vera til og þess má geta að vegna skógarelda á spáni þá var okkur snúið við komuna til Spánar og smá englatákitl tekið í Pyreneafjöllunum. Náðum að komast úr háloftum en partýglaðir Pyreneagæjar reyndu að klófesta glæsipíuna er fór með familíunni til skemmtilegasta smáríki ever. Andorra. Einu sinni heimsótt þú getur ekki hætt!


lunes, agosto 14, 2006

Með grænt glas ....

Stúlkan hefur grænt í hendi, hún er huxi, hún er ....
Akrýl 30 x 30
Ein af 6 er fæddust í Dk
 Posted by Picasa

sábado, agosto 12, 2006

Heitur dagur á enda!

Eftir heitann laugardag þegar kvölda tekur. Golan leikur inn og gylltar stofugardínur blakta í vind. Hádegisverður var tekinn á sólþakinu, í fyrsta skipti! Sigrún Huld, Gummi og Eiður Smári voru með 0kkur. Við keptum kjúlla á markaðnum, komum heim, útbjuggum salat úr tómötum og túnfiski, bárum svo veigarnar upp á þak, fórum með kælitösku fulla af drykkjum og létum goluna leika um hárið á okkur!

Dagur er að kvöldi kominn, ströndin verður tekin með trompi á morgun, bikiní fundið til og vömbin viðruð fyrir sól og sælunni.

Það er bara gaman að vera hérna, vera til og finna til!

Óbrotin, nokkuð sveitt en vel haldin!

miércoles, agosto 09, 2006

Góðir vinir


Þorkell "Afi" okkar sem er kær vinur. Hér eru strákarnir saman í einum skemmtilegasta veitingastað San Miguel eða Las Cuevas = Hellunum. Við fórum saman að borða áður en vinir okkar Keli og Gréta fóru til Danmerkur fyrr í sumar og áttum yndislega stund. Við fórum að sjálfsögðu að heimsækja þessi mætu og kæru hjón þegar við brunuðum um lendur Danaveldis. Danmörk er bara yndisleg .........
Gréta er frábær kona sem er ein af dönsku meyjunum er heillaðist af hermennsku íslenska víkingsins og hefur frá ýmsu að segja. Við fengum frábært smörrebröd eða eftirmiddagskost sem tók frá allt hugur það sem eftir var viku. Áll, Makríll, Lax og Síld, allskyns pálegg og brauð svo og sá danski brúni þeldökki. Thi hi hi .............. Sjáið hvað pæjurnar eru sætar!
Hér eru svo mektarhjónin og vinir okkar Keli og Gréta stuttu áður en þau yfirgáfu spán til að njóta danska góðveðursins. Takk fyrir okkur kæru vinir!

Þótt rignt hafi á okkur í danskri dásemd þá vorum við sæl og glöð ....... Posted by Picasa

martes, agosto 08, 2006

1 mm rönd í hársrótinni ...

Þokkaleg skvísa það! Ætlaði mér að vera svakalega dugleg og keypti mér lit í flensburg sem er þýskalandsmegin landamæra dk og aleman ..... ég varð ástfangin af Flensburg ... dohhh! Hverjum hefði dottið til hugar að Saba skvísan gæti nokkurn tíma hugfengist af nokkru þýsku nema Abba litla kú t, Bratwurst og Sauerkraut en nei, Flensburg er geggjuð. Svo hneggjar mín ekki meira um það nema kanski að nálægðin við Dk er kanski að spila svolítið inní.

Dk er og verður uppáhalds norður landið mitt fyrir utan Ísland og óséð Finnland. Annars verð ég alltaf svo hugtekin af öllum löndum þar sem andinn kemur yfir mig. Ísl og Dk eru ofarlega þar!

Hnellin Snótin er nefnist Zyrnirósin dag hvern og Daisy hinn hvern (þarna náði ég að bæta hálfu ári í dagatalið mitt :) ....) Já kerlingin er bara nokkuð góð eftir strembið og ánægjulegt ferðalag um þvera og endilanga Evrópu.

sumarfrí ársins er því hér með lokið. Tvær heimsálfur í einu stökki. Hellingur af löndum og enn fleiri staðir.

Yfirborðskennt fasið kallar á sannleika sálarinnar!

Mikið hugsað og spekulerað sem farþegi og ef ég læt ekki verða af því þá verður það ekki gert. Einn hugur, eins manns hugur er getur veitt svo mart. Hugir saman 1, 2 og 3.

Ef því er að skipta ættleiði ég heilt þorp í Afríku svo framarlega sem ég get það, svo framarlega sem notið verður góðs af því og eftir englatákitl Pyreneafjalla þá óska ég af hreinu hjarta.

Allt í heiminum sem er til góðs öllum mönnum til handa.

Kanski mín láti verða af því að hylja millimetirinn .....................