domingo, abril 02, 2006

Sólrauð með gleði í hjarta ...


Gaman var í sjóferðalaginu ....Falleg stúlka setti á sig björgunarvestið til vonar og vara. Ferðin gekk vel á meðan á siglingu stóð þótt smá örðugleikar hafi átt sér stað í upphafi.

Það þarf að þvo bátinn rækilega, skrúbba og þvo til að vel megi vera. Úr hafnarstæði var haldið og hafið tekið opnum örmum. Frábært veður í alla staði og ekki laust við smá roða í kinnum!

Líf heitir báturinn og er lipur og snarpur sem lífð sjálft. Kapteinn Enrique Ramon tengdafaðir minn stýrði fleyginu sem hetja. Við hin slökuðum á, horfðum á hafið og smelltum af nokkrum myndum.

Við vorum í eina 1 til 2 klukkustundir á hafi úti og sleiktum strandlengjuna þar sem léttklæddir sólfarar spókuðu sig á ströndinni og í sjónum ..... Þótt tíðin heiti vor þá snarklar í einum 30°C Sumardagurinn fyrsti er ekki fyrr en eftir tvo og hálfan mánuð, hvorki meira en minna! Geggjað fjör og vorhugur hvílir í hjartanu. Til hamingju Ísland eins djúp Silvía Nótt segir. Með eða á móti, allta annað mál......Við erum hér og við styðjum þig, er það ekki! Áfram Ísland!

2 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Og eru allir orðnir súkkulaðibrúnir eftir daginn?

03 abril, 2006 01:28  
Blogger Zórdís said...

Sólrautt súkkulaði, ekki slæm hugmynd. Súkkulaði með sólberjum ..... thi hihi

03 abril, 2006 08:53  

Publicar un comentario

<< Home