domingo, abril 02, 2006

Rissettý Pissettý

Það má segja að sumir bloggarar hafi gabbað meir en aðrir. Fyndið gabbið frá Lísu Skvísu! Já ég hljóp April yfir á bloggið hennar Hönnu, og spyr hver er Hanna? LOL

Dóttir mín tilkynnti mér að frænka sín hefði handleggsbrotnað í körfubolta og tókst henni að gabba mig þrátt fyrir að fáir þröskuldar séu hér þá trúði ég henni. Krakkinn er ekki vanur að ljúga að mömmslunni sinni!

Nú, það helsta úr lífi okkar að minnkunin gengur vel og bara ótrúlega, krakkarnir rífast sem er merki um hestaheilsu og við hjónin bara nokkuð sátt og sæl með hvort annað. Aha!

Afi minn og amma mín áttu 56 ára brúðkaupsafmæli í gær þann fyrsta apríl. Alveg satt! Ég spurði afa hvort hann væri búin að gabba ömmu eitthvað en hann kváði nei við! Ég bætti því þá við að fyrri 56 árum gabbaði hann hana fyrir lífið svo þetta væri í lagi! Ég næ varla að verða gift i 56 ár en ef svo fer þá mun ég verða 93 ára og elskan mín 96 ára! Spennó!

Nú er kvínið í trítment með Bláa Lóns maska í andlitinu, þarf að ferðabúa sig þar sem heilmikil sigling er framundan. Set inn myndir í kvöld ef við náum höfn á nýjan leik!

Já og að öðru rissi og pissi þá eru 3 nýjar og mjög ólíkar komnar á striga, þarf að fara í númerleik og fullklára til að geta sýnt ykkur. Ekkert smá kúl ..... Nú er Zordis á háum hól!

Guð er í anda hvers manns, guð er hluti af okkur, Guð það erum við .........

3 Comments:

Anonymous Anónimo said...

það er víst ekki nóg að ljúga .. það verður að láta hlaupa erindisleysu .. hvernig gerir maður það í tölvu ..

Góða skemmtun í siglingunni.

Hlakka til að sjá Þórdísi á háum hól :)

02 abril, 2006 16:06  
Anonymous Anónimo said...

Hvernig var svo sjóferðin?
Hérna megin er heimavistin næs, án sköpunar, einungis reynt að bæta umhverfið svo það nái að minnsta kosti fyrri mynd, þar sem ástandið var orðið all-hrikalegt...hmmmm...

02 abril, 2006 18:16  
Blogger Zórdís said...

Sjóferðin .... bara fín!

02 abril, 2006 19:50  

Publicar un comentario

<< Home