Upprennandi Kapteinn eins og afi!

Við áttum í smá örðugleikum í byrjun en gekk vel þegar á ballarhaf var komið. Við sigldum með endilangri ströndinni og nutum þess að vera til. Samlokur voru útbúnar fyrir farþegana og herbi litli.
Sá stutti vildi alls ekki stýra Líf og mér þótti það lítið spennandi að halda um stýrið. Svona er þetta gaman, Íris Hadda tók hins vegar um stýrið og var hvergi bangin og sigldi eins og hver annar skipper.
Við komuna í höfn var snekkjan bundin við og við yfirgáfum smábátahöfn Torrevieja,þurftum þó að halda til baka þar sem úr ektamannsins varð eftir. Ekki voru öll ævintýri Enrique jr. yfirstaðinnn því hann datt milli báts og bryggju, litli óþekktaranginn! Pabbi hans kippti honum upp og strípaði vininn á staðnum sem greip í tillann og meig í stilltann sjó!
Já, það versta var hvort fiskaskítur hefði farið í eyrað og spurning með mallann. Jamm, það var væn sturta við heimkomuna enda sá stutti búin að fá vígsluna. Bannað að stökkva milli báts og bryggju! Hann passar sig vonandi ungi herrann minn. Gaman, gaman!
7 Comments:
Það var ekki verið að nefna við mig ófarirnar hjá honum jr. í dag!!!
Mér þætti það nú saga til næsta bæjar ef mínir dyttu á milli skips og bryggju verð ég að segja!!
Knús til þín hafmeyja!
takk dúllan mín, zad var bara svo mikid ad gera! Mjög merkilegt ad detta í sjóinn .............
Og ekki mikill tími í dag heldur!!!
Svoneretta....en við erum glöð á meðan verkefnin liggja fyrir okkur, væri nú hundfúlt ef engin væru...ekki satt?
Mikð skelfilega eigið þið hjónin falleg börn !!!!
þetta er ég !!!!!
Hae Sigrún, Pigrún!
Já, Gud var rausnarlegur vid okkur. Samt zótt zau hefdu komid lítil og ljót zá vaeru zau SAMT skelfilega falleg og fín. LOL
Knús til zín
Já, sætastir þessir krakkar :)
Publicar un comentario
<< Home