lunes, octubre 31, 2005

Íranska deildin ...

.. Sandali, Silla og svo videre ..... ein af fáum orðum í tíð Fröken. Skondið fólk sem er mjög ólíkt þeirri menningu sem við íslendingar eigum að venjast. Hugsunarháttur og siðir svo gjörsamlega ólíkir svo ég tali nú ekki um trúmálin og þann forgang sem fólk lifir í og við.

Það er í ýmsu að snúast enda er mánudagur fyrir hádegi, þó ekki svo mikið að Pepsi light og smá bloggspjall sé tekið upp.

Fátt krassandi hefur gerst í lífi Frúarinnar nema vinna og aftur vinna um helgina. Bara það að vinna hluta úr Sunnudegi hefur rænt þig fríinu þínu þar sem laugardagurinn var unninn af kappi. Hvað er ekki gert í þágu frelsis og hamingju viðskiptavinarins. ALLT þar sem viðskiptavinurinn hefur í gegn um tíðina verið það mikilvægasta hvers fyrirtækis.

Ekki halda að Frúin sé að kvarta né ellimerki umvefji magran kroppinn. Í sýndarveruleika sem veran býr eru bleik ský og hamingja. Í sýndarveruleika eru allir vinir og allir keppast við að vera góðir hver við annann og láta vel að þeim sem minna mega sín. Í sýndarveruleika Frúarinnar hafa allir það gott og hungur heimsins eru allsnægtir allra. Í sýndarveruleika er rennandi vatn kampavín og fallin laufblöð sykurstráðir snúðar. Í sýndarveruleika Frúarinnar er bara til ein tilfinning og það er HAMINGJAN. Er sýndarveruleiki Frúarinnar boring í augu þess sem sér eða væri hægt að hugsa sér lífið með eintómu kampavíni, sykursnúðum og hamingju. Við erum öll jöfn fyrir Guði en mennirnir gera mörgum lífið leitt.

Verum saman, verum vinir, verum hamingjusöm ...... Spurning að hægt væri að velja milli lindarvatns og kampavíns .... örugglega hægt að fá leið á gullna vökvanum SVO við skulum hafa bæði lindarvatn og vín.

Brosið er breitt,
adlit ljúft í speglinum.
lífið spennandi þreytt,
með hamingjuna í nesti.

Brosandi feit,
kemst varli fyrir í speglinum.
Frúin krúttlega sveitt,
pissar á klst. fresti.

höf.- Draugurinn Drilli

3 Comments:

Blogger Zórdís said...

Já eda ýminda sér Pepsi Max er zú dreypir á lindarvatningu....Gódur dagur í vinnun, stuttur og nú skal haldid til tengdó.

Tengdí klikkar ekki!

01 noviembre, 2005 13:29  
Anonymous Anónimo said...

Draugurinn Drilli klikkar ekki frekar en fyrri daginn...

Mér lýst vel á sýndarveruleikann þinn ... má ég vera memm...

01 noviembre, 2005 18:27  
Anonymous Anónimo said...

Allir sem einn taka zátt í sýndarveruleikanum, vid getum sameinast í ad láta okkur lída vel saman.

Zóti gat verid ad zér dytti eitthvad í hug vegna endarímsins .... Zér líkt!

Annars allir gladir og svalir í hita leiks!

02 noviembre, 2005 11:16  

Publicar un comentario

<< Home