lunes, octubre 17, 2005

Maddama, Fröken, Frú .....

Fjóskerling ert þú, ef mig skildi kalla.

Dásamlegt er tilbrigði við líf. Smá kvef hefur hellt sér yfir litlu kjarnafjölskylduna og móðir hefur þurft að lúlla og snýta litlum dreng. Gott að vera lítill og láta mjúkann móðurbarminn þerra horugt nef og strjúka lítið bakið.

Hins vegar þegar smæðin er nefnd þá sá ég mér til hamingju að litli drengurinn minn vex og dafnar og er engin smásmíði orðin. Ætli min verði ekki eins og elskuleg amma sem hvílir á æðri stað, talandu um litla drenginn til fimmtugs.

Aldur og ævi haldast saman með ólíkum viðhorfum .....

Dóttir mín er ráðskona og sagði mér að ég hefði t.d. aldrei klætt hana þegar hún var lítil ..... djí hvað ég reyndi að fá að klæða litlu prinsessuna en hún er þrá og þrjósk eins og móðir sín og fékk að dunda sér við sokkabuxurnar og peysuna eins og listin leifði til svo ekki gleymist tímakapphlaupið. Stundum fékk móðirin óbblítt augnaráð frá litlu frekjunni fyrir að grípa inn í ferlið.

Tíminn er vinur sem bankar uppá þegar minnst varir.

Ég tek ofan fyrir lífinu og þeim sem stunda það .....