martes, abril 26, 2005

Óþekktarheilsa

Ekki er Snótin ánægð með uppgjöf líkama síns. Í eindæmis rælni átti hin fagra mær andvökunótt með uppköstum. Virkilega tók það á svo ég tali nú ekki um svefnleysið. En ...... Þar sem hin hrausta mær verður aldrei veik og ekki fyrr en í andlátið þá mætti hún til starfa nýpúðruð og fersk. Eða þannig! Þegar líða tók á gærdaginn var heilsan orðin mun betri. Aðrir hringvöðvar tóku nú við og enda - "prumpið" var tekið síðla gærdags og Snótin búin að yfirstíga línu himins og helju.

Við fengum 3 unga vini í heimsókn seinnipartinn í gær og það var líf og fjör í hópnum. Öll að leika sér í portinu við mismiklar vinsældir leikmanna.

Loverinn var ekki par glaður þegar mærin hans "mjóa" lagðist í sófann því hann sá fyrir hvernig færi og svaf Snótin Zyrnirósarsvefni fram undir miðnætti og færði sig þá um hæð til frekari hvíldar.

Gaman að vera dottin í gírinn að nýju ...... er það ekki, svona líka fersk ?

2 Comments:

Blogger S r o s i n said...

Þú ert svo dugleg! Alltaf kát, alveg sama hvernig heilsast... vona nú að þessi kveisa sé liðin hjá og þú getir spókað þig úti í góða veðrinu!

26 abril, 2005 17:37  
Blogger Zórdís said...

Ég er miklu betri í dag og þakka mínum sæla fyrir hvað ég er hraust svona inn við bein þótt langt sé að leita. he he he

26 abril, 2005 18:36  

Publicar un comentario

<< Home