lunes, abril 04, 2005

Páfinn kveður ...

..Guð sé með yður og ef ekki þá engum. Kaþólska þjóðin er sorgmædd eins og skiljanlegt er þegar íhaldið blóð klætt er fallið frá. Lífsferill páfans hefur verið sjónvarpað á öllum stöðvum sjónvarps og ætla mætti að Snótin sé örlitlu fróðari um merkan mann sem stóð plikt sína með miklum sóma.

Snótin var í rólegheitum að horfa á spjallþátt þegar skyndilega rofið var fyrir útsendingu og Spænska þjóðin fylgsist með í beinni frá Heilögu Péturstorgi í Róm. Snótin kveikti á tveimur kertum svo friður myndaðist á heimilinu og bað fyrir viðkomandi og óskaði honum góðrar heimkomu.

Gott þegar fólk fær að fara þegar um veikindi ræðir og óska ég þess að svo geti orðið með aðra háaldraða "langlegu" sjúklinga.


Guð hvílir í hjarta mínu,
ég hvíli í hjarta Guðs.
Kærleiks blik í augu skín,
geislar hreint til þín.

Af góðmennsku játtir,
öllum börnum þeim.
Æðri viska og sáttir,
streyma hjartans laun.

Að elska er að lifa,
lífsins hreina draum.
Að lifa er að elska,
með trú og von á heim.

höf.- litli mótmælandinn