viernes, abril 01, 2005

Föstudagur til fjár ...

... Vissulega eru föstudagar til fjár tala nú ekki um þegar þeir bera upp á útborgunardegi.

Amma og Afi í höfninni eiga 55 ára brúðkaupsafmæli í dag og þykir mér það ansi vel þolað að vera giftur í öll þessi ár. Til hamingju elsku Amma og Afi. Já er ekki lífið bara stórkostlegt :)

Ef ég gifti mig í ár þá verð ég 91 ára að halda upp á 55 ára brúðkaupið mitt. Langflottust í bikiní við Karabíska hafið, mjög líklega ekkja þar sem að Loverinn verður búin að stimpla sig inn hinum megin..... Fínt að hann fari á undan til að undirbúa komu mína. Vera með kælt kampavín reddý og rauðar rósir.

Ég er s.s. að peppa mig upp í að ganga upp altar með Lovernum og hér með tilkynnist að það verður í Október í ár. Já skildi Snótin ná að tæta af sér 10 kg fyrir þann tíma. það er rétt rúml. kíló á mánuði.........best ég haldi mér við efnið og lesi bókina líkami fyrir lífið.

Knús til ykkar elskurnar mínar

4 Comments:

Blogger S r o s i n said...

Til hamingju með ömmu og afa!
...og já til hamingju með gönguna upp að altarinu í okt. Ferð nú létt með það!

Góða helgi

01 abril, 2005 15:45  
Anonymous Anónimo said...

Til hamingju með ömmu og afa.
Til lukku með október ... vissi ekki af þungatakmörkunum í brúðaramarsinum ...hehe.

01 abril, 2005 20:36  
Anonymous Anónimo said...

Er þetta 1.apríl

02 abril, 2005 06:16  
Blogger Zórdís said...

1.apríl er ekki hrekkjalómadagur Spánverja. Sá dagur er að hausti og heitir Día de los inocentes / Dagur þeirra saklausu....

Ekkert plat þótt tilkynningin hafi komið á platdegi íslendinga.

02 abril, 2005 11:55  

Publicar un comentario

<< Home