martes, agosto 08, 2006

1 mm rönd í hársrótinni ...

Þokkaleg skvísa það! Ætlaði mér að vera svakalega dugleg og keypti mér lit í flensburg sem er þýskalandsmegin landamæra dk og aleman ..... ég varð ástfangin af Flensburg ... dohhh! Hverjum hefði dottið til hugar að Saba skvísan gæti nokkurn tíma hugfengist af nokkru þýsku nema Abba litla kú t, Bratwurst og Sauerkraut en nei, Flensburg er geggjuð. Svo hneggjar mín ekki meira um það nema kanski að nálægðin við Dk er kanski að spila svolítið inní.

Dk er og verður uppáhalds norður landið mitt fyrir utan Ísland og óséð Finnland. Annars verð ég alltaf svo hugtekin af öllum löndum þar sem andinn kemur yfir mig. Ísl og Dk eru ofarlega þar!

Hnellin Snótin er nefnist Zyrnirósin dag hvern og Daisy hinn hvern (þarna náði ég að bæta hálfu ári í dagatalið mitt :) ....) Já kerlingin er bara nokkuð góð eftir strembið og ánægjulegt ferðalag um þvera og endilanga Evrópu.

sumarfrí ársins er því hér með lokið. Tvær heimsálfur í einu stökki. Hellingur af löndum og enn fleiri staðir.

Yfirborðskennt fasið kallar á sannleika sálarinnar!

Mikið hugsað og spekulerað sem farþegi og ef ég læt ekki verða af því þá verður það ekki gert. Einn hugur, eins manns hugur er getur veitt svo mart. Hugir saman 1, 2 og 3.

Ef því er að skipta ættleiði ég heilt þorp í Afríku svo framarlega sem ég get það, svo framarlega sem notið verður góðs af því og eftir englatákitl Pyreneafjalla þá óska ég af hreinu hjarta.

Allt í heiminum sem er til góðs öllum mönnum til handa.

Kanski mín láti verða af því að hylja millimetirinn .....................

2 Comments:

Blogger S r o s i n said...

Já, mikið sammála með Flensburg, afar fín borg. Og jú, Danaveldi er og verður vonandi alltaf jafn yndislegt. Virðist hafa verið frábært frí hjá ykkur, en ertu ekki líka á leið til Íslands, svona til að fullkomna allt fríið??

08 agosto, 2006 10:59  
Blogger Zórdís said...

hehehehehehe...Frí til Íslands, ekki fyrr en um jól! Stefndi á sýningu í haust (málarasýning) vid sjáum til med zad!

Jú Ísland verdur snarlega tekid í ár!!!! Gvöd hvad zad verdur gaman!

09 agosto, 2006 01:49  

Publicar un comentario

<< Home