martes, agosto 15, 2006

Dk ferðin og ýmislegt meira

Akrýlmyndir sem njóta áhrifa danskra lágfjalla og snyrtimennsku. Danmörk fær 10 hjá mér fyrir það sem landið er og býður upp á. Danir eru flottir og að auki geta þeir verið ansi skemmtilegir. Þegar dani og spánverji hittast þá tala þeir báðir sitt mál og skilja svo allt nánast 100% .....

Ég er skotin í dönum og spánverjum og svo líka pínulítið í sjálfri mér og bönns í Íslandi sem er án efa langflottasta land í heimi.

Mín hefur ferðast víða og má segja að sumarið í Sumar hafi verið ferðasumarið mikla.

Í fyrstu hélt stórfamilían til Barcelona frá Alicante. Við flugum þaðan til Hollands og áttum eina nótt. Holland er ekki ofarlega á óskalistanum eftir þessa geysilega lélegu þjónustu er við fengum en vissulega gerum við ráð fyrir að þetta sé ekki þversnið af því sem í boði er. Hef oft farið til Hollands áður og ekki lent í neinu í líkingu við það sem tók á móti okkur. Annars fallegt land og mart í boði!


Á flugvellinum í Hollandi var hlaupið í gegn og upp í þann stærsta járnflug settumst við "vísitölufjölskyldan" Langt flug framundan enda heil heimsálfa er beið handan línunnar. Mikið var mín orðin rugluð á tíma enda stíft ferðalag sem við áttum og áfangastaðurinn enginn annar en Brasilía. Mæli alveg með þessu fallega ósnorta landi. Mikilfenglegt landsslag, gnægt af vatni og mílur af landskikum sem gaman væri að reisa sér sumarbústað á! Menning og list skapast ef má segja af þeim áhrifum indo menningar og er hún í senn spennandi og falleg.

Við náðum ekki að kaupa okkur listaverk í þem skilningi í ferðinni en áhrifin urðu þónokkur og eftir liggja margar skissur fyrir pastelinn er birtist á síðari stigum. Veðráttan er hin glæsilegasta. Alltaf jafnt og ljúft verðurfar, fólkið glaðlynt og þjónustulund er ekki þarf að kvarta yfir. Gaman að tjútta í Brasilíu, dansa Samba, leiðast með elskunni eftir ströndinni og borða góðan mat og njóta með einhverju svalandi.

Hálfur mánuður af slökun á flottu hóteli varð til þess að stressmaurinn sem gjarnan poppar upp lést og hefur enn sem komið er ekki ratað heim. Er samt viss um að þessi maur er handan hornsins og kemur síðar.

Eftir 22 klukkustunda ferðalag var hálfgerð þreyta í kroppum fjölskyldunnar því sama lykkja var tekin heim nema með viðkomu í Madrid.

Heim í háttinn og allir sváfu rótt en misvel. Það tekur smá tíma að vinna niður tímamismuninn sem unninn var upp á nó time.

Undirbúningur næstu ferðar var hafinn með hálfsmánaðar viðkomu í vinnunni. Unnið er allt árið og toppurinn er svo fríið sem við njótum í einum "hviss bang" og svo er þetta búið. Við fæðumst og við deyjum. Hvað við gerum við dýrmætann tímann sem spannar lifitímann er svo annað mál. Ég er sæl og sátt við þetta busl mitt og ætla að njóta þess frekar en annað.

Hundabifreiðin okkar var hlaðinn, kælitaskan fyllt af ísmolum og kælivara tínd til og þegar "pussan" var hlaðin var okkur raðað inn. Nú skyldi stefnan tekin upp eftir landakortinu í áttina að dejlige danmark. Við áttum stefnumót í danmörku og áttum fyrir okkur stífa keyrslu, ca 2 til 3 þús km. Er ekki viss á km en þetta er sæmilegasti spotti!

Ýmis lönd sem ekki er hægt að sneiða hjá en við fórum yfir til frans sem er huggó, kíktum á fegurð Lux og þaðan yfir til Þýskalands sem kemur á óvart. Fyrrilífsreynslan hræðir ekki (ætti kanski að húrra mér yfir til Rússlands á akrana þar). Við náttuðum í þrjú skipti á dk leiðinni og er Flensburg einn af þeim stöðum er við gistum á. (við minnumst ekki á Köln og sjúkrahússöguna, ó nei) Flensburg og moi = ást. Ein af uppáhalds viðkomustöðum verður að segjast. Hefði alveg verið til í að vera þar í nokkra daga. Hótelið var því miður svínheitt og engin loftkæling til að draga úr saunatilfinningunni. Fyrir utan að það var slatti af innkaupaóðum dönum og norðurevrópubúum þarna. Jamm ......

Við komum alsæl á leiðarenda, Jótland, Herning, Ilskov. Áttum þar notalega stund í nokkra daga þar sem þessar myndir fengu líf. Þær eiga allar sitt ákveðna nafn og tengjast dvölinni þar. Allar eru þær 30 x 30 málaðar í Akrýl sem er bara nokkuð skemmtilegt efni. Aldrei dýft pensli í akrýl fyrr og er þetta afraksturinn. Allar þessar myndir eru til sölu, á fullann kjallara af myndverkum svo það er bara ein og ein sem fær aldrei að fara að heiman.

Tók þátt í international myndkeppni. Þarf að finna slóðina fyrir þá sem hafa áhuga að skoða Friends Forever en það er myndefnið mitt!
Bara gaman að vera til og þess má geta að vegna skógarelda á spáni þá var okkur snúið við komuna til Spánar og smá englatákitl tekið í Pyreneafjöllunum. Náðum að komast úr háloftum en partýglaðir Pyreneagæjar reyndu að klófesta glæsipíuna er fór með familíunni til skemmtilegasta smáríki ever. Andorra. Einu sinni heimsótt þú getur ekki hætt!


3 Comments:

Blogger Lilja said...

Hljómar æðislega :)

Fyrir utan þetta með sjúkrahús... ha?

16 agosto, 2006 20:36  
Blogger Zórdís said...

Sjúkrahús i Koln .... efni í hryllingsmynd! Best ég bloggi um zad fljótlega ;)

16 agosto, 2006 22:17  
Anonymous Anónimo said...

Ég er skotin í þessum dásamlegu myndum.

Æðislegar!

26 agosto, 2006 04:26  

Publicar un comentario

<< Home