miércoles, agosto 09, 2006

Góðir vinir


Þorkell "Afi" okkar sem er kær vinur. Hér eru strákarnir saman í einum skemmtilegasta veitingastað San Miguel eða Las Cuevas = Hellunum. Við fórum saman að borða áður en vinir okkar Keli og Gréta fóru til Danmerkur fyrr í sumar og áttum yndislega stund. Við fórum að sjálfsögðu að heimsækja þessi mætu og kæru hjón þegar við brunuðum um lendur Danaveldis. Danmörk er bara yndisleg .........
Gréta er frábær kona sem er ein af dönsku meyjunum er heillaðist af hermennsku íslenska víkingsins og hefur frá ýmsu að segja. Við fengum frábært smörrebröd eða eftirmiddagskost sem tók frá allt hugur það sem eftir var viku. Áll, Makríll, Lax og Síld, allskyns pálegg og brauð svo og sá danski brúni þeldökki. Thi hi hi .............. Sjáið hvað pæjurnar eru sætar!
Hér eru svo mektarhjónin og vinir okkar Keli og Gréta stuttu áður en þau yfirgáfu spán til að njóta danska góðveðursins. Takk fyrir okkur kæru vinir!

Þótt rignt hafi á okkur í danskri dásemd þá vorum við sæl og glöð ....... Posted by Picasa