martes, agosto 30, 2005

Þórunnarplástur ...

...dökkur blástur sem var smurður á sár og þótti flýta fyrir að greri út sýklum og göðrum óþverra.

Heillandi grasaplástur sem fór ekki frá móður til dóttur en mynd Þórunnar situr sem fastast í huga mínum og hef ég farið þess á leit að fá upplýsingar um plásturinn í draumi. Hvort Þórunn hlíði því er svo allt önnur Ella en virkilega væri gaman ef Þórunn fyndi það í hjarta sér að koma uppskriftinni áleiðis.

Merkilegir þessir galdrar og merkileg þessi sýn sem aðrir smá minna af. Að falla í ósjálfráða skrift mun verða næsta gæluverkefni Snótarinnar og biðla ég þ.a.l. til langömmu minnar sem er mér svo kær. Hvaða ljóðbrot vellur af höndum óþrjótandi máttar andans.

Rignig og rok, hamingjunnar rok strauk um vanga okkar í dag,
sólargeislinn veikur, svo veikur að hann hvarf.
Í ljúfum dansi við Kára, kröftuga bola gleðinnar lag,
hugarleikfimi góða, brosin stíga úr garði í garð.


Elsku Imma mín við hittumst svo fljótt þar sem dagurinn fór heldur betur á annan veg en ætlast var til með í upphafi.

Og svo muna brosið oog svo muna gleðina ooog svo munum við hvort annað!!!

Það rignir og

það blæs.

Mín eyru eru viðkvæm,
mín eyru verða ær.
hlustaverkur stífur,
oh, oh, sem gerst hefði í gær.

Man þá tíð er ég hélt í skólann í þá gömlu góðu daga og óð snjó upp að mitti til að komast á áfangastað. tollur þess að búa í útjaðri bæjarins sem er gott. Í dag er útjaðurinn á sama stað en mun meiri byggð þannig að þorpsheildin er fögur.

Það rignir smá á okkur á Suðurlandi og mér skilst að vindar eigi eftir að blása um eyru og skinn svo nú er lag að vera vel húfaður svo viðkvæmu eyrun bólgni hvorki né bláni.

Já er ekki landið dásamlegt....

lunes, agosto 29, 2005

Ertu maður

eða mús.

Músalegur og grár dagur fagnar okkur í landsins anda. Ætli haustið sé barasta ekki komið. Haustið er dásamlegt og á að giska 8°á Celsius. Ekki þætti tengdafjölskyldu minni það góð viðvera en þegar hiti er í hjartastað má rigna ísmolum og öðrum álíka. Grýlukertin eru jú alltaf svo rómó en kanski of mikið að biðja um slíkt.

Dagurinn í dag er góður og við munum fara á vit þess ævintýralega og skoða hluta af suðurlandi.

Við fjölskyldan sem aldrei höfum upplifað landið ilhýra og kalda saman.

Það er dásamlegur dagur í uppsiglingu, mamma á afmæli og við gerum eitthvað stórkostlegt af því tilefni.

Lifið heil

martes, agosto 23, 2005

Stutt er í gamanið ...

Allt fór til fjandans með vitlausri handbendingu og klabbið er farið.

Norður og niður þú viskubrunnur sem ræðir um fegurð landsins. Þú tekur frá mér orðin sem stóðu þar sem hluti af þeim voru leyndarmál. Sumt sem enginn má vita ... suss ... Sumt sem meikaði hvort eð er ekki neitt sens.

Skrítið hvað hugur og hönd geta verið hjartanlega ósammmála. Ósjálfráð skrift er það nýjasta. Fylgdin er næs þegar á móti blæs.

Prestur og hrafninn mínar verur með bros í hjartastað í tilhlökkun til sumarsins kalda á því ilhýra og bjarta.

Ísland er fegurð sem rýrnar aldrei frekar en ungt meyjarhjartað sem dælir leitandi blóði. Blóði sem vonar. Líf.

Pjúk svo mikið að gera (en pjúk í jákvæðri merkingu) gera þetta og gera hitt, slaka á í að skrifa um ekkert en samt um allt.

Ég vil vera listakona, mála gamlar kerlingar, vera sjálf með varalit og dreipa á ......

Á hverju vill Snótin dreypa ?

Ekki erfitt að geta sér til um það, hér er spurningin hversu vel þekkir þú Snótina.

*hjartans knús til ykkar*

jueves, agosto 11, 2005

Afmælisgleði og önnur gleði....

....Hún er árinu eldri, feitari og fallegri. Hún heitir Elín og er af vönduðu fólki komin. það segir amma mín á himnum enda áttu amma Elínar og amma mín góða tíma saman. Amma mín sendi börnin sín í sveit till fyrrnefndar semþýðir að fjölskyldur okkar hafa haldist hönd í hönd í 3-4 ættlið að okkur meðtöldum.

Yndisleg tilvera sem ekki skildi vanmeta. það góða er með því góða og það góða er með því slæma sem gerir manni stundum erfitt að greina á milli þess sem er og ekki.

Aðalmálið er að Elín á afmæli í dag, hún er 33 ára í dag, hún er ljóshærð í dag og ætlar að fá sér eftirrétt á veitingastaðnum í kvöld. Vona að við dugum með henni í allt þetta át.

Til hamingju yndisleg vinkona þú ert allt það fallega sem hægt er að hugsa sér. Vona að þú eldist og dafnir eins og þínum einum er lagið!

"kanski ég kasti einni" :) thi hi hi

miércoles, agosto 10, 2005


� saed�rasafninu "Las Ciudades de la Ciencia" en zar er margt ad sj� og ad zessu sinni s�um vid einungis saed�ral�fid sem er zokkalegt. H�karlar, hvalir, skrautfiskar....just name it. Gaman gaman ad vera saman Posted by Picasa

domingo, agosto 07, 2005


Zessi er fyrir hana Lisu mina en eins og fyrir var hugad for hele familien til Valenciu i gaer og myndin Sigilosa for loksins a sitt retta heimili. Nicoletta er yndisleg og ljuf enda vorum vid bodin inn a heimili hennar. Skemmtilegt ad taka vid verkinu svona med personulegum haetti og minningin er ljufari fyrir vikid. Posted by Picasa

Koddu litla krutt. Hun var ekki feimin ad koma naer Irisi zegar hun zottist vera med eitthvad milli handanna. Godur dagur a La Finca golfvellinum. Hele familien naut zess ad aka um i daemigerdum golfbil og vedrid ekki sem verst. Posted by Picasa

(ath. engir punktar eda kommur mega notast vid bloggid zvi zad myndast blank kassar) Svo vid komum nu ad zessari finu mynd za er zetta hin heilaga sankti Mikael kirkjan i San Miguel de Salinass. I den kirken vil de gifte sig, bradlega z.e. ef presturinn tekur i mal ad gifta Loverinn og Snotina. Hver veit og maettu sumir alveg skyrpa vel i lofana og hnoda vel og mikid. Margt zarf ad gera og odum styttist i merkisdaginn. Hafin er keppni i honnun brudarmeyjukjola og er mikil tilhlokkun ad sja hver vinnur keppnina og svo er adalfjorid zegar meyjarnar mata dressin. Hlakka bara til en zad var ekki meira en zetta, senda ykkur mynd af kirkjunni en Snotin mun saekja morgun-gudsstund og njota zess ad afeitra salina zar sem ad likamnin er zokkalega ad yta zvi ljota i burt. Svo mikid ad Snotin er raddlaus med brjostsvida a leid i hattinn... Posted by Picasa

martes, agosto 02, 2005

Hellisbúinn ...

... Sýn sem skotið hefur niður í hugarskot Snótarinnar. Lovernum finst þessi sýn kalla á slæma tíma, fátækt og niðurrif.

He he he, skrítið að orðið hellir kalli á slíkar neikvæðar hugsanir. Hellir er góður bústaður og er hlýr yfir vetur og svalur yfir sumar.

Í helli gott er að elskast í hvelli
Í helli þú yljar bunka af svelli
Í helli notalegt er
Í helli margt er hægt að gera svo sem;
Ilja sér á ástinni,
Dansa léttan vangadans,
Elda ljúffenga kjötsúpu,
Vera tvö og vera saman.

Hellir er ekki svo slæmur ef sýnin er rétt. Þegar mörg augu sameinast um sömu sýnina þá er útkoman ekki alltaf söm, útkoman er eins og hönnuður hennar.

Verum jákvæð og látum tímann, vin okkar vinna fyrir okkur en ekki á móti.

Elskum hvort annað í helli.

lunes, agosto 01, 2005

Sumarið rétt að byrja....

...eða þannig.

Rosa heitt í dag sem er gott fyrir þá sem elska hitann en fyrir okkur hin sem eru úti í brakandi sólinni að taka mydnir þá er sólin ekki í vinahópnum.

Kanski ljótt að segja að vinahópurinn marki sig vegna líðans sjálfsins....en sólin er skæð og getur sett upp grímu þess ljóta. Hins vegar má ekki vera eigingjarn á alla hluti.

Sólin er góð þegar við erum í Skugganum. Hún er góð á köldu vetrarkvöldi. Hún er góð við flestar aðstæður þegar sólarþorstinn gýs .........

Annars fór ég í Gulann síðerma bol fyrir La Finca myndatökuna og var ekkert smá sumarleg, í þröngum beiglituðum buxum........ýturvaxin beig og gulklædd eins og páskaungi að villast í villtu sumri.

Ég er gul ég er glöð mér líður vel.