martes, agosto 23, 2005

Stutt er í gamanið ...

Allt fór til fjandans með vitlausri handbendingu og klabbið er farið.

Norður og niður þú viskubrunnur sem ræðir um fegurð landsins. Þú tekur frá mér orðin sem stóðu þar sem hluti af þeim voru leyndarmál. Sumt sem enginn má vita ... suss ... Sumt sem meikaði hvort eð er ekki neitt sens.

Skrítið hvað hugur og hönd geta verið hjartanlega ósammmála. Ósjálfráð skrift er það nýjasta. Fylgdin er næs þegar á móti blæs.

Prestur og hrafninn mínar verur með bros í hjartastað í tilhlökkun til sumarsins kalda á því ilhýra og bjarta.

Ísland er fegurð sem rýrnar aldrei frekar en ungt meyjarhjartað sem dælir leitandi blóði. Blóði sem vonar. Líf.

Pjúk svo mikið að gera (en pjúk í jákvæðri merkingu) gera þetta og gera hitt, slaka á í að skrifa um ekkert en samt um allt.

Ég vil vera listakona, mála gamlar kerlingar, vera sjálf með varalit og dreipa á ......

Á hverju vill Snótin dreypa ?

Ekki erfitt að geta sér til um það, hér er spurningin hversu vel þekkir þú Snótina.

*hjartans knús til ykkar*

1 Comments:

Blogger Zórdís said...

t.d. þessa stundina Gevalia kaffi. Í gærkvöldi var það volgt TAB....(hugsa sér volgt) Svo er vatnið okkar sem rennur beint úr krananum nokkuð lúmskt.

Hef enn ekki bragðað á brennivíni enda fanst mér það aldrei gott svo það hefur varla mikið breytst í tímans rás.....

best ég falli í skriftir!

02 septiembre, 2005 11:37  

Publicar un comentario

<< Home