martes, agosto 02, 2005

Hellisbúinn ...

... Sýn sem skotið hefur niður í hugarskot Snótarinnar. Lovernum finst þessi sýn kalla á slæma tíma, fátækt og niðurrif.

He he he, skrítið að orðið hellir kalli á slíkar neikvæðar hugsanir. Hellir er góður bústaður og er hlýr yfir vetur og svalur yfir sumar.

Í helli gott er að elskast í hvelli
Í helli þú yljar bunka af svelli
Í helli notalegt er
Í helli margt er hægt að gera svo sem;
Ilja sér á ástinni,
Dansa léttan vangadans,
Elda ljúffenga kjötsúpu,
Vera tvö og vera saman.

Hellir er ekki svo slæmur ef sýnin er rétt. Þegar mörg augu sameinast um sömu sýnina þá er útkoman ekki alltaf söm, útkoman er eins og hönnuður hennar.

Verum jákvæð og látum tímann, vin okkar vinna fyrir okkur en ekki á móti.

Elskum hvort annað í helli.

1 Comments:

Blogger Zórdís said...

Já hún er ekki svo ólík spottinu mínu og er spott. zyrniros.blogspot.com jamm zad er ekki verid ad gera miklar ónaudsynlegar breytingar.

nú er gaman nú er fjör og mín á leid í bankann aftur......

03 agosto, 2005 14:10  

Publicar un comentario

<< Home