martes, agosto 30, 2005

Þórunnarplástur ...

...dökkur blástur sem var smurður á sár og þótti flýta fyrir að greri út sýklum og göðrum óþverra.

Heillandi grasaplástur sem fór ekki frá móður til dóttur en mynd Þórunnar situr sem fastast í huga mínum og hef ég farið þess á leit að fá upplýsingar um plásturinn í draumi. Hvort Þórunn hlíði því er svo allt önnur Ella en virkilega væri gaman ef Þórunn fyndi það í hjarta sér að koma uppskriftinni áleiðis.

Merkilegir þessir galdrar og merkileg þessi sýn sem aðrir smá minna af. Að falla í ósjálfráða skrift mun verða næsta gæluverkefni Snótarinnar og biðla ég þ.a.l. til langömmu minnar sem er mér svo kær. Hvaða ljóðbrot vellur af höndum óþrjótandi máttar andans.

Rignig og rok, hamingjunnar rok strauk um vanga okkar í dag,
sólargeislinn veikur, svo veikur að hann hvarf.
Í ljúfum dansi við Kára, kröftuga bola gleðinnar lag,
hugarleikfimi góða, brosin stíga úr garði í garð.


Elsku Imma mín við hittumst svo fljótt þar sem dagurinn fór heldur betur á annan veg en ætlast var til með í upphafi.

Og svo muna brosið oog svo muna gleðina ooog svo munum við hvort annað!!!

2 Comments:

Blogger Zórdís said...

inni og úti og allstaðar þar sem skriffæri eru við hönd og anda.

Gott að þú sért komin til þíns.

02 septiembre, 2005 00:17  
Blogger Zórdís said...

hláturinn lengir lífið.
hvernig líst þér á hláturs þerapíu?

02 septiembre, 2005 22:19  

Publicar un comentario

<< Home