martes, agosto 30, 2005

Það rignir og

það blæs.

Mín eyru eru viðkvæm,
mín eyru verða ær.
hlustaverkur stífur,
oh, oh, sem gerst hefði í gær.

Man þá tíð er ég hélt í skólann í þá gömlu góðu daga og óð snjó upp að mitti til að komast á áfangastað. tollur þess að búa í útjaðri bæjarins sem er gott. Í dag er útjaðurinn á sama stað en mun meiri byggð þannig að þorpsheildin er fögur.

Það rignir smá á okkur á Suðurlandi og mér skilst að vindar eigi eftir að blása um eyru og skinn svo nú er lag að vera vel húfaður svo viðkvæmu eyrun bólgni hvorki né bláni.

Já er ekki landið dásamlegt....

1 Comments:

Blogger Zórdís said...

Keypti mér lopa til að prjóna trefil en það er of mikið að gera í því að gera málverk.

VAr að kaupa mér 6 striga, ótrúlegt ekki satt ???

02 septiembre, 2005 22:21  

Publicar un comentario

<< Home