jueves, julio 20, 2006

Myndin góða ......

Hér má sjá frændsystkin ljúf og góð með litla rassatúttuna sem er eins mjög nauðsynlegur þáttur í tilveru þeirra. Einhverra hluta vegna vil litla túttan vera hjá Marínu en ekki Enrique. Enrique böðlast með kisu og mjása ekki alveg til í að láta hamast með sig né að fara í sundlaugina!

Uppstilling og var mikið atriði að kisi væri með andlit sýnilegt.

Barnamyndina ætlaði ég að birta í gær en stundum eru hlutirnir eins og þeir eru. Við heimkomu var lítið gert. Við snæddum kjúlla lundir með dýrindis pönnusteiktu grænmet og það féll í gleymsku að líkaminn væri í svona minnkunarástandi ...... Æj, það gleymist svo oft!

En svona til gamans þá er myndin hér fyrir neðan. Eins og góðri tengdadóttur sæmir þá var keyptur rammi og myndin prentuð út og tengdamamma varð svona líka sæl með myndina ....

Takmarkinu náð og hún komin í safnið.

Hvert ár stilla þau sér upp í sveitinni og við tökum hana án alls undirbúnings þar sem við erum alltaf fallegust þegar síst er von.

Frá vinstri talið, Marína, Íris og Andrea svo og Enrique sæti strákur!

Marína svipar til Mónu Lísu, takið eftir brosinu og takið eftir hvað litla yndið mitt er líkur frænku sinni.

Veðrið er yndislegt og er það skýring hversu léttklæddar þessar elskur eru. Þau eru Ljúf og góð og Amma og Afi eru miklar hetjur að hugsa um þau og elska alla daga sumarsins. Tengdamamma varð 70 ára þann 16.júlí og sonur minn sagði; "Amma nú ertu gömul" Gaman að fá svona sjarmatröll til að koma því beint í æð.

Hvað er betra en ljúf og góð börn.

6 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Ferlega sætir þessir krakkar -og jú hún minnir óneitanlega á Mónu Lísu :)

Til hamingju með ömmuna.

21 julio, 2006 10:09  
Blogger Lilja said...

Mona Lisa, ójá! Drengurinn er líka með þetta yndislega 'ég-er-búinn-að-missa-framtönnina'-bros, sem er BARA krúttlegt :þ

Mikið svakalega er þessi kisi líka mikið rassgat!

21 julio, 2006 16:42  
Blogger Zórdís said...

Lilja þessi kisa er eins og kóngur í ríki sínu. Borðar þurrkað kjöt og brauð og er hrekkjusvín sem krakkarnir dá!

Dóttir mín vill eignast rauðhærðann kisa með blá augu! Ojá ég sakna elskulega Síló míns ....................

22 julio, 2006 00:10  
Blogger Lilja said...

Síló var sá sem Bangsi minn líkist, ekki satt?

Talandi um kóng í ríki sínu... e-hemm. Hann er reyndar með græn augu en rauðka er hann ;)

Knús og kossar til Danaveldis. Ertu ekki stödd þar?

26 julio, 2006 03:41  
Blogger Zórdís said...

Silo var raudhaerdur og er sa sem prydir myndirnar minar! Vid erum nu loksins komin til dejlige danmark og alsael eftir erfidi Koln og sjukrahusmenningar zeirra. Allir heilir i dag sem er fyrir mestu!

Zessar kisur okkar eru prima tuttur ;)

Hilsen fra dejlige danmark!!!

31 julio, 2006 17:07  
Blogger Lilja said...

Haha, ójá... algjörar rassatúttur!

Gott að heyra að öllum líður vel og skemmtið ykkur dejligt vel í Köben ;o)

01 agosto, 2006 21:37  

Publicar un comentario

<< Home