Myndin góða ......

Uppstilling og var mikið atriði að kisi væri með andlit sýnilegt.
Barnamyndina ætlaði ég að birta í gær en stundum eru hlutirnir eins og þeir eru. Við heimkomu var lítið gert. Við snæddum kjúlla lundir með dýrindis pönnusteiktu grænmet og það féll í gleymsku að líkaminn væri í svona minnkunarástandi ...... Æj, það gleymist svo oft!
En svona til gamans þá er myndin hér fyrir neðan. Eins og góðri tengdadóttur sæmir þá var keyptur rammi og myndin prentuð út og tengdamamma varð svona líka sæl með myndina ....

Hvert ár stilla þau sér upp í sveitinni og við tökum hana án alls undirbúnings þar sem við erum alltaf fallegust þegar síst er von.
Frá vinstri talið, Marína, Íris og Andrea svo og Enrique sæti strákur!
Marína svipar til Mónu Lísu, takið eftir brosinu og takið eftir hvað litla yndið mitt er líkur frænku sinni.
Veðrið er yndislegt og er það skýring hversu léttklæddar þessar elskur eru. Þau eru Ljúf og góð og Amma og Afi eru miklar hetjur að hugsa um þau og elska alla daga sumarsins. Tengdamamma varð 70 ára þann 16.júlí og sonur minn sagði; "Amma nú ertu gömul" Gaman að fá svona sjarmatröll til að koma því beint í æð.
Hvað er betra en ljúf og góð börn.