lunes, julio 25, 2005

Svefnleysi gerir margann argann...

Það er ekki gott að liggja andvaka upp í rúmmi um miðar nætur, telja lömb, rollur og hrúta í gríð og erg sem engann endi ætlar að taka.

Standa upp, alveg að gefast upp, fara niður og kveikja á imbanum sem hefur ekkert skemmtilegt upp á að bjóða. Fá sér Pepsi light sem er svoooooo gott að sumir fatta ekki að það er light, þorstinn er ekki góður á hlýrri sumarnóttu og ekki vill mærin mjóa setja kælikerfið á þar sem það er ekki gott fyrir lungnastarfsemi, kvef, og brjóstpestar.

Snúin veröld svo snúin að kvöldmaturinn fór í klóið enda ætti enginn að snæða djúpsteiktar pönsur með skinnku í kvöldmat. Æjjjjjj hvað tilveran getur verið beisk þegar hún kemur snögglega á móti manni.

Örþreytt í vinnunni að fara á sameignarfund í Almoradi. Ó já tekur þetta engann endi. Slöpp en full af gáska til að takast á við það sem framundan er.

Oooooog svona rétt í lokin þá á sonur minn loksins afmæli á morgun, hann verður 5 ára og hann er svo glaður vegna þess að mamma ætlar með honum í sund allann eftirmiðdaginn. Þessi drengur, bara yndislegur. Hann sagði við mig í morgun, "mamma sjáðu ég get hreyft tippið mitt alveg sjálfur" svo dillaði hann því fram og til baka svakalega glaður. Já þessir drengir eru yndislegir.

Knús til ykkar þið eruð frábær!

1 Comments:

Blogger Zórdís said...

Ég held ad zad sé pottzétt ad jafnvaegid fylgi zér í dag....trallalallala.

alltaf gaman ad englast!

26 julio, 2005 10:22  

Publicar un comentario

<< Home