sábado, julio 16, 2005

Heilagur Enrique

Og Heilög Carmen...

Óhætt að segja að familían sé að halda upp á heilagleika þessa dagana því 50% í fjölskyldunni halda dagana hátíðlega og við hin fljótum með.

Góður matur og mitt uppáhald (kampavín) örlítið að gjöfum og fullt af símhringingum til þeirra sem tilheyra heilagleikanum. Afmælisdagar og nafnsdagar eru miklir gleðidagar hér á Spáni og furða ég mig stundum á því að enginn spænskur snillingur hafi borið Snótarnafnið.

Grúska þarf aftur að tíma heiðingja og fyllirafta til að finna einhverja tengingu við nafnið. Hins vegar er einn dagur á ári í þessu kaþólska umhverfi sem er allra heilagra dagur og má segja að við hin sem ekki heitum eftir dýrðlingum getum einnig átt okkar kampavínsdag :) Gott og vel ef það er ekki 8undi sept sem þýðir að við eigum inni einn gleðidag á ári til að halda veislur. Ekki það að tilefni þurfi til, eða hvað finst ykkur.

Glaður maður í góðra vina hópi er sæll maður.
Dapur maður í góðra vina hópi er líka sæll maður. "in the end"

Diet Coce og Twix í morgunmat ætti að skerpa andann, mín að fara í Angel therapy á mánudagsmorgun......þarf að hvíla mig vel um helgina en get það sennilega ekki því hugurinn er á of miklu róli þessa dagana. Sofnaði snemma í gær og vaknaði eins seint og kostur var í morgun áður en haldið var til starfa.

Heilög Carmen = verndari sjómanna = sjómannadagurinn = 16 júlý og Hörður Skúlason er 5 ára í dag = Til hamingju Dagga og Skúli......