martes, octubre 24, 2006

Á ferð og flugi ....

Hjónakrúttin eru á ferð og flugi. Frúin hlær í járnfuglinum á leið til Íslands, hún skoðar Reykjavík sem hver annar fróðleiksfús útlendingur, "gulstakkur" (sá er klæðist gulum regnfötum) ...

Dramadrottningin mætt á svæðið. Ó, Já! Mætt en ekki hætt. Förinni var heitið að Alicante flugvelli. Það var seint um kvöld og harðgifta konan deildi leigubíl með íðilfögrum karlmanni um fertugt (o.k. kona um fimmtugt) en fínn ferðafélagi !!! Okkur lá ekki tunguhaftið latt því spjallað var um heima og geyma í háloftum Evrópu. Ferð var eins og fyrr er greint til Íslands, ofurfagra eldfjallalandsins.

Nálgun við himnaríki og endalaust líf, frænka mín var flugfreyja í fluginu og ferðafélaginn yndis skemmtileg kona er deildi með mér leyndarmálum sem við segjum engum frá.

Heimkoman skemmtileg þó með þá annmarka að ég hitti hvorki mömmu né pabba! Ömmu mína né aðra sem ég elska af hreinu hjarta. Ég talaði við mömmu og pabba í símann, svo og aðra skemmtilegar manneskjur. Sumar skemmtilegar manneskjur voru ekki við sem ég tala við síðar!

Á morgun heldur maðurinn minn til annarar heimsálfu og kannar kunnuglegar ferðaslóðir familíunnar. Á morgun verðum við krakkarnir ein heima og njótum þess að vera það sem við erum. Að sjálfsögðu munum við sakna allra besta maka og pabba alheimsins.

Nú er komin tími á háttinn þar sem skólinn svíkur engann og járnfuglinn flytur ektamanninn í annann heim um 06:00 í fyrramálið.

Lifið heil en ekki veil :-)

5 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Verð að segja að ég dáist af ykkur fyrir allar þessar flugferðir, ég veit því miður fátt leiðinlegra en að fljúga, væri kannski skemmtilegra ef meira pláss væri í þessum blessuðu járnfuglum.

25 octubre, 2006 20:15  
Blogger S r o s i n said...

Sammála, sys.

En það er skemmtilegt að hugsa aðeins lengra, hugsa um það skemmtilega sem bíður er maður lendir!

27 octubre, 2006 10:54  
Blogger Zórdís said...

Skyldi maður ekki ávallt horfa á ávöxtinn, útkomu og það sem bíður. Það sem bíður er jafnan sótt úr skoti hugans!

28 octubre, 2006 00:16  
Anonymous Anónimo said...

Mér finnst alltaf svo óendanlega gaman að ferðast milli landa. *dæs*

30 octubre, 2006 03:35  
Blogger Zórdís said...

Mig er strax farið hlakka til næstu ferðar!

Best er að ná að dvelja áðeins í hverju landi fyrir sig ..... Og njóta þess besta sem völ er á!

01 noviembre, 2006 14:37  

Publicar un comentario

<< Home