Nýtt ár gekk í garð, nokkur kíló af sprengiefni var þeytt út í geiminn við mikla kátínu yngstu kynslóðarinnar sem okkar eldri og heldri.
Góður matur og samvera fjölskyldunnar er óneitanlega það sem flestir óska sér! Í fyrsta sinn í langan tíma vorum við systkynin samankomin hjá foreldrum okkar ásamt börnum og mökum 12 talsins hvorki meir né minna.
Í forrétt var dýrindis aspas súpa
Svínabógur með tilheyrandi
3ja hæða brúnterta með vanilluís / kaffi og koníak fyrir þá sem það vildu.
Á miðnætti gleyptum við 12 vínber að sið spánverja og getum við fagnað heppni á nýju ári þar sem vínberjaátið gekk vonum framar. Engar voru rauðu nærjunrnar svo við verðum bara að treysta á kynþörfina thi hi hi eða vona að hún verði ekki öflug "ri" Já, nýja árið gengur í garð hvort sem við viljum eða ei með þeirri orku sem við knýjum, kjósum og veitum.
Ég gerði það að tillögu að skvetta í mig 12 hvítvínsstaupum en lét það ógert. Ekki góð blanda við CAVA ð sem við skáluðum öll í á miðnætti.
Eitt fanst mér vanta og má þar væntanlega um kenna (að hafa ekki haft útvarpið á)
klukknahljómurinn! Kanski heyrðum við ekki í klukknahljómnum þar sem sprengjulætin voru orðin svo mikil þegar nýja árið gekk í garð.
Ég er sennilega orðin fullorðin kona og meir .... þakklát fyrir mitt fólk og sjálfa mig þar sem mér vöknaði um augu þegar áramótin gengu í garð.
Það er gaman að vera til, ég óska öllum gleðilegs árs og friðar á fyrsta degi nýs árs.
Áramótin eru falleg og hlý!