sábado, enero 13, 2007

Berfætt og brosandi ...

Laugardagsmorgun og fullmikil partrýlöngun hríslar um krúttlegann kroppinn.

Í dag er dagur lauga og ditten sem þarf að þrífa og stússast en mig langar bara að finna til gamla diskógallann. Dansa frá mér vitið og splæsa í eina ískalda kampavín!

Kanski má kenna þessari löngum um tónlistina sem hljómar í eyrum okkar heimilismanna.

BONEY M ............. Geðveikt góð hljómsveit.

Í vinnunni í gær barst talið einmitt að nýja safn geisladisknum mínum með Boney M. Og fólk hefur sínar mismunandi ástæður fyrir því að hafa keypt disk með þessari ofur gúru hljómsveit.

Ég verslaði diskinn vegna þess að ma og pa voru í gírnum með þessa tónlist. Samt svo fyndið að börnin mín kunna textana og syngja og dilla sér með. Ég held að þetta sé sálarsefjunartónlist. Taktur sem róar og fyllir hvert rými af frelsi. Já, nú er klofinn minn kominn í gírinn og heimtar smá bossadill.

Ætli ég verði ekki að gefa undan og dansa um húsið mitt berfætt og brosandi.

Heimsk og hamingjusöm er mottó mitt fyrir daginn í dag! (hitt er of flókið)

lunes, enero 01, 2007

Nýtt ár 2007

Nýtt ár gekk í garð, nokkur kíló af sprengiefni var þeytt út í geiminn við mikla kátínu yngstu kynslóðarinnar sem okkar eldri og heldri.

Góður matur og samvera fjölskyldunnar er óneitanlega það sem flestir óska sér! Í fyrsta sinn í langan tíma vorum við systkynin samankomin hjá foreldrum okkar ásamt börnum og mökum 12 talsins hvorki meir né minna.

Í forrétt var dýrindis aspas súpa
Svínabógur með tilheyrandi
3ja hæða brúnterta með vanilluís / kaffi og koníak fyrir þá sem það vildu.

Á miðnætti gleyptum við 12 vínber að sið spánverja og getum við fagnað heppni á nýju ári þar sem vínberjaátið gekk vonum framar. Engar voru rauðu nærjunrnar svo við verðum bara að treysta á kynþörfina thi hi hi eða vona að hún verði ekki öflug "ri" Já, nýja árið gengur í garð hvort sem við viljum eða ei með þeirri orku sem við knýjum, kjósum og veitum.

Ég gerði það að tillögu að skvetta í mig 12 hvítvínsstaupum en lét það ógert. Ekki góð blanda við CAVA ð sem við skáluðum öll í á miðnætti.

Eitt fanst mér vanta og má þar væntanlega um kenna (að hafa ekki haft útvarpið á) klukknahljómurinn! Kanski heyrðum við ekki í klukknahljómnum þar sem sprengjulætin voru orðin svo mikil þegar nýja árið gekk í garð.

Ég er sennilega orðin fullorðin kona og meir .... þakklát fyrir mitt fólk og sjálfa mig þar sem mér vöknaði um augu þegar áramótin gengu í garð.

Það er gaman að vera til, ég óska öllum gleðilegs árs og friðar á fyrsta degi nýs árs.

Áramótin eru falleg og hlý!