Íslands-ástin svíkur engann

1. daginn var haldið á vit Smáralindarinnar til að kaupa striga. Jeminn eini, það var bara ekkert til hjá þeim. Minnsti striginn var 60 x 60 sem ég setti hramma mína á og er árangur einnar myndarinnar eins og sjá má.
Akrýl á striga fyrrnefnd stærð og hér er leikið með þá liti sem voru til í búðinni.
Á Þorláksmessu skundaði fjölskyldan á Dalveginn í Kópavogi, við keyptum rauðvín til að færa með jólasteikinni og brugðum okkur í Europris :) Þar fann frúin örlítið minni stærð eða 40 x 50 og er þegar búin að dudda sér við 2 af 3 sem bíður átekta. Jamm, Íslandið hefur ofuráhrif á þessa kerlingu og um að gera að nota tímann vel!
Hafið það gott á milli jólasteikur og nýjársbitans. Megi sá almáttugi færa ykkur frið, il og hamingju á þessum skemmtilegu tímamótum! Já, og kanski eitt og eitt stjörnuljós .......