jueves, diciembre 08, 2005

Lifandi fjársjóðir ...

... Dásamlegt að eiga svo marga sjóði sem raun ber.

Þar sem almennur frídagur er á Spáni í dag 8unda desember og báðir foreldrar að vinna. Völdum okkur bæði störf sem fara ekki eftir neinni reglu verkalýðsfélaga né nokkurs sem hægt er að halla sér að.

Fjársjóður dagsins eru amma og afi sem búa í Orihuela sem er yndisleg borg inn í land umvafin fjallahring, með rúmlega 40 kirkjur og næga skrúðgarða til að fara með börnin að leika sér í.

Afi er duglegur að fara með gullmolana sína en í dag voru 4 molar saman í heimsókn hjá ömmu og afa og fá þau ástarþakkir frá okkur fyrir það eitt að vera ávallt til staðar þegar við þurfum á.

Skildum við vera til staðar fyrir þau og þá sem við elskum. Það er hollt og gott að grafa djúpt í hjartað og finna fyrir hversu lítill maður er, finna hversu stórt og mikið fólkið er sem umvefur mann dagfarslega.

Ég þakka fyrir að fá að vera ég því ég þekki heimsins besta fólk sem er til staðar fyrir mig þegar ég þarf og þegar ég þarf þess ekki. Þakklæti fyllir hjarta mitt og ég sendi þér puttakoss eins og maður gerði svo oft í gamla dagana. Kossinum fylgir hlýr hugur og von um bjarta daga. Hvort sem ég þekki þig eða ekki þá myndir þú birta upp og ilja tilveru mína.

Fjársjóður dagsins eru tengdaforeldrar mínir, í dag og alla daga!

3 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Ömmur og afar eru bara yndisleg. Gott að þú metur þau... það er nefnilega ekki sjálfgefið.

08 diciembre, 2005 20:53  
Blogger Zórdís said...

Börnin fá líka svo mikið af nærveru þroskaðra og reyndara fólki sem hefur aðra sýn en foreldrarnir.

Já veistu ég er alsæl með mín og þau hafa reynst mér vel þrátt fyrir!

08 diciembre, 2005 23:37  
Anonymous Anónimo said...

Æ já, ömmur og afar eru yndisleg, minnir mig á að ég þarf að fara að hringja í þau....

09 diciembre, 2005 11:01  

Publicar un comentario

<< Home