martes, noviembre 29, 2005

Brá ekkert smá ....

.... Vissulega þá brá minni óhugnanlega og fylltist hræðslu eftir að hafa komið sér snilldarlega út úr því að detta með 5 ára soninn í fanginu.

Sonur minn er mér gróinn í hjartastað sem og dóttir mín en ég er ekki að burðast með stelpuskottið mitt út um allt hús. Sonur minn er vænlega að ná 25-30 kg og vill enn að mamma haldi á honum og það átti sér stað í morgun.

Mamman tók hann grunlaus í fangið með spiderman könnuna hans í annari og barnið í hinni. Mín búin að dressa sig upp og bara nokkuð fín í fínum ullarjakkafötum og sportlegum tægerskóm. Gallinn á draktinni er hugsanlega stórt uppábrot sem ég hnaut um. Setti tægarhælinn oní uppábrotið og sá fyrir mér flug ársins með okkur mæðginin. Án þess að hugsa (geri það hvort sem er mjög sjaldan) kasta ég spidermankönnunni úr efsta þrepinu svo í skall á neðri hæðinni, næ að grípa í handriðið, festi hægri fótinn milli handriðsins og tröppunnar, beiglaður var hann en sem mest um vert náði að halda syninum í heilu lagi.

Brá, brá, brá .........

Ég var dofin gjörsamlega, fann ekki fyrir fætinum og sonurinn fór að gráta þegar hann sá að kannan hans var ónýt. Í mörgum brotum og nesquick út um alla stofu.

Bólgin og blá, marin og vel brugðið.

Fall er fararheill inn í nýjan dag. Takk elsku englar fyrir að hafa gripið inn í annars glæfralegt flug. Er komin á bólgueyðandi og keypti mér frystispray svo það er ekkert sem fær mína stöðvað nema kanski að hoppa á hægri fæti!

Mikið hefur hjartað að þakka í dag. Hjarta heiminn, hjarta ykkur!

6 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Úff...risa knús til þín...þú verður ekki á tæger á næstunni.

Gott að ekki fór verr.

Faðmur til litla stúfs.

29 noviembre, 2005 13:19  
Anonymous Anónimo said...

vá get ýmindað mér sjokkið sem þú fékkst, en gott að ekki fór ver og vona að þú náir bata sem fyrst :)

29 noviembre, 2005 14:20  
Anonymous Anónimo said...

bryd núna vödvaslakandi og spreya á mig frystivÖkva. Er kallt á einum! en ekki hinum!

29 noviembre, 2005 16:54  
Anonymous Anónimo said...

Dúllan mín, haltrandi um allan bæ ;)

En þú lést þetta nú alls ekki eyðileggja daginn þinn, hressari en ever.....

Knús til þín og kossar á bágtið!

29 noviembre, 2005 23:12  
Blogger S r o s i n said...

Ég segi nú eins og hinar... eins gott að ekki fór verr.

Þvílíkt óþægilegt að upplifa svona hræðslu-panik-tilfinningu.

En alltaf hægt að kaupa nýjan Spidermann ;)

30 noviembre, 2005 16:58  
Anonymous Anónimo said...

Satt med Spider, Vid erum komin yfir spennuna en kroppurinn er ad taka út tollinn. Núna er mín frekar aum í handrids-hendinni. Med tak frá hnakka og út í lilla putta spilleman .....

30 noviembre, 2005 18:01  

Publicar un comentario

<< Home