sábado, noviembre 26, 2005

Á laugardagskvöldi ...

... Sonurinn situr mér við hlið og segir mér að enginn elski hann, reynir að kreista fram tár og andar ótt og títt. Ástleysi hans stafar af því að Playstation græjan er ósnertanleg eftir kl.23:00 sem er í raun allt of seint fyrir drenginn að vera á fótum. Hann gaufar í móður sína sem situr önnum kafin í tölvunni, alltaf að læra eitthvað nýtt .... :D

Dagurinn er óneitanlega búinn að líða fljótt. Frúin brá sér í smá kjallaraskoðun og náði þónokkrum strokum. Gróf upp eldgamlar myndir og nú mun www.zordis.com tekin í smá lækningameðferð og vænlega bætt inn einni undirsíðu eða svo til að hafa öll börnin með.

www.bjorkin.com leit við í kvöldkaffi og kom staulanum, aulanum í gegn um þetta netferli. Jamm, mín farin að skilja meistara eins og Tolla sem er með sérlegan netþjón til að hafa síðuna sína í lagi. Tók eftir því að síðan hans er komin með nýjar forsíðumyndir en aulinn, staulinn hefur heyrt að það sé í senn hollt og gott að vera með einhverjar breytingar á síðunni til að fólk venji komur sínar þangað.

Hugsandi það, finst Frúnni nauðsynlegt að vera með léttar breytingar og nýjar birtingar a.m.k. einu sinni í viku. Ætli helgarnar verði ekki aukningardagar og þ.a.l. alltaf eitthvað nýtt á www.zordis.com fyrir vini og vandamenn svo og valdamenn þjóðanna.

Íslenska veðurstofan hefur sýnt áhuga á einu verkanna minna .... thi hi hi sagði ég við Húna ljúfan vin minn, hann sagðið já er það, með svona Hiss lúkk í augunum. Smá aðdáun leyndi sér ekki "örugglega var það svona áðdánunargeisli sem skaut sérr" thi hi h. Já það væri verðugt verkefni að fá að mála eitthvað fyrir veðurstofuna.

Var óvenju ljúf og notaleg í dag, tók nokkur köst en ekkert alvarlegt. Klóraði engann og bæði börnin lifandi :D Hljóma eins og geðsjúklingur með rafstraum í vinstri hendi. Svona erum við þessi næmu, getum ekki verið of lengi nálægt raftækjum án þess að hjartað slái nokkur aukaslög. Best að taka smá pásu og hringja eitthvert út í bláinn.

Litli óelskaði drengurinn er nú sestur við hlið stóru systir, greinilega komin í faðm ástar og rósemi.

Lifið í lukku en ekki í krukku! "Guð blessi minningu minningabókanna"

4 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Þú verur búin að ná allri síðugerð á nóttæm ef ég þekki þig rétt.

Nýju myndirnar á Zyrniros.com er frábærar. Myndin "Eva" er mögnuð.

KnÚs til litla ástlausa drengsins.

27 noviembre, 2005 04:58  
Blogger S r o s i n said...

Þau eru ótrúleg þessi börn... kannast einmitt við svona "enginn elskar mig"-vol hehe.

Ég er sammála Lísu, Evan er æðisleg... svo fallegur græni liturinn. Halltu áfram, mín kæra!

27 noviembre, 2005 11:14  
Anonymous Anónimo said...

Talandi um börn og "börn eftir að hafa fengið að halla sér í móðurfaðminn, sofnað þar. Mín svaf í fyrsta skipti í langann tíma í sínu eigin rúmi :D Vaknaði piltur upp kl.tæplega 1100 og kallaði hástöfum í mig, (tilfinningtitruð röddinn sagði SVAF ÉG EINN!!!) Ekki par hrifinn
:( ..... Og takk fyrir að kíkja við á www.zordis.com ... heilmikið framundan íog á þeirri siðu.

27 noviembre, 2005 11:34  
Anonymous Anónimo said...

Þú stendur þig eins og hetja í heimasíðuinnleggjum.....

Og sammála fyrri ræðumönnum með Evuna, hún er rosa flott!

Er veðurstofan að falast eftir Íslandi?

Knús til þín*

27 noviembre, 2005 11:48  

Publicar un comentario

<< Home