Húsin ...

Það er enginn betri en maður sjálfur til að öskra sorg sína og gleði til annara. Svo eru sumir sem bera þetta með sér í hjartanu alla ævi án þess að hvísla að nokkrum lifandi manni, fugli eða hesti. Ég er hæstánægð að segja að eftir daginn í dag þá hefur ýmislegt verið afrekað á heimasíðunni www.zordis.com og heilum link bætt í hópinn. Þetta er liður sem heitir pastel og fær myndin hér að ofan að fljóta með en hún er gerð með vatnslitum og var máluð í Þorlákshöfnin fyrir a.m.k. 8 árum. Já tíminn heldur betur flýgur áfram sem er merki grósku og vaxtar þeirra sem eru í kring um mann. Lengi lifi forsetinn og konungurinn.

8 Comments:
Flottar pastelmyndirnar þínar... kannast við húsamyndirnar...málaðar á föndurárunum
Já manstu föndurtímann, það var óneitanlega gaman.....t.d. þegar Davíð kom og bankaði uppá. Ég að hamra og þú að aðstoða mig. Mín fór til dyra með hamarinn í hendinni um miðja nótt og Davíð boy að kvarta yfir látum. thi hi hi.....bara góðar minningar!
He he, sé ykkur alveg í anda!!!
lol - þetta Davíðs-augnablik gleymist aldrei. Hann horfir alltaf á mig eins og ég sé pínu kreisí...sem ég er auðvita.
með dimmri pirraðri röddu: "ert þú að hamra hérna um miðja nótt?"
konan sem heldur á hamrinum: " Ha..ég..neee...ég er bara að laga smá.
-og svo hét Zyrnirósin áfram að hamra...setti bara borðtusku á milli hamars og nagla...lol
Já ógleymanlegt atriði þarna um árið. Konan með hamarinn .....
Best ég máli mómentið!
Þrusugóð hugmynd að mála mómentið.
GoGirl - það verður spennandi að sjá útkomuna :)
Látum vada í kvöld ef fridur vinnst. :D
HA HA....MIG HLAKKAR SKO LÍKA TIL!!
Ég ætla rétt að vona að þú hafir látið slag standa og málað mómentið, svo að sjálfsögðu myndbirtir þú það á zordisinni ;)
Natti natti....víst mál að sofa :)
Publicar un comentario
<< Home