domingo, noviembre 27, 2005

Samtal við Óla Indjána ...

... dettur sísvona í hug samtal sem ég átti við Óla Indjána hér um árið.

Honum varð hvert við að sjá mig og fanst ótrúlegt magn af litum fylgja mér. Ekki á það bætandi að ég var eins og regnbogabarn sem var að snerta regnblautt gras í fyrsta skipti og barn með fyrsta ís úr vel. Búin að vera í útlegð, í félagi Haralds hárfagra og fleirri mætra villimanna.

Við ræddum um listina og það að koma henni frá sér, "það dásamlegasta ever" að koma hjartanu á blað, sjá það fyrir sér og útkoman misfalleg eftir hvaða auga það nemur.

Þetta er eins og með myndavél sem nemur rafrænt myndefnið og til að geta haldið áfram þarf að framkalla reglulega. Það er það sem hugurinn þarf líka að vinna í því að burðas með of mikið af huglægu myndefni verður til þess að eitthvað týnist í höfuðbúnaðinum en ég tel svo hollt hvers "dúllara" fyrir sig að þroska frá sér myndefnið.

Að sjá mynd gerða fyrir ári og mynd nú. Mynd gerða fyrir 15 árum og nú er hrein snilld. Gaman að sjá hvernig listamaðurinn í þér sér og kemur verkinu frá sér, á endanum er ekkert fyrirsjáanlegt og ég hvet Óla til að möndla penslana og hella sér í dúllið á ný.

Hef reyndar ekki heyrt í honum lengi svo það má vera að hann sé að mála á milli þess sem hann er að spá.

Centrallinn virðist eitthvað lasinn í bili svo sunnudagshlaðborð verður að bíða um sinn.

Við vöknuðum við kirkjuklukkur bæjarins og verð ég að segja að það er fátt notalegra. Með von um góðan dag. Smá kjallaraskoðun ( engin tiltekt :D getur beðið) er með 2 nýjar í gangi .... Vinarþel(olía) og Feðgana (þurrpastel) ....

Best ég setji Hjálmar á fóninn, klæði mig í málaragallann og smelli mér í eina kjallaraskoðun.

2 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Jæja, útskýringin á kaffihlaðborðinu komin, centrallinn sem sagt lasinn....

Well, ég borða þá bara Lindt kaffilaust....nú eða ég helli mér uppá?

Viltu Lindt?

Knús til þín**

27 noviembre, 2005 20:03  
Anonymous Anónimo said...

Er ad horfa a draugamynd med diet coke .... ógedsleg zessi mynd. Best çeg fari ad sofa zetta er horror. Bjakkkkkkkkklangar ekki í súkkuladi núna humm ......

27 noviembre, 2005 23:46  

Publicar un comentario

<< Home