jueves, diciembre 01, 2005

Salvador og Zordis

 


Hér sjást tvær manneskjur, aðra þekkja sumir og hina gjörþekkja margir. Fyrir skömmu var leið Zórdísar til Benidorm að kanna þar föngulegt umhverfi og snæða Benídormískan mat. Maturinn heppnaðist vel enda var Húni konungur með í för og við áttum þar að auki stefnumót við meistarann sjálfann.

Margt má telja sér trú um í þessu dýrindislífi enda verður að segja að það er vandlifað í jafn hörðum heimi og raun ber vitni. Fyrir utan alla klækina þá er lífið jafn gott og hver og einn vill. Í lokin langar minni að benda á að hamingjan ræðst af hæfni til þeirrar þar sem auður né veraldleg gæði eru í undirstöðu af hamingju kökunni.

Það má með sanni segja að Dalí og Zordís áttu notalega stund og ekki leynir aðdáunarglampi sér í augum nýgiftrar frúarinnar.

Gaman að kíkja til Benidorm! Posted by Picasa

2 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Hann er bara æði... ertu búin að bjóða honum í kaffi þegar ég kem til Spánar?

01 diciembre, 2005 18:33  
Blogger Zórdís said...

Við förum saman í dagsferð til að hitta hann. Sniðugur, thi hi hi ..

Ég gat barasta ekki setið á mér að fara og hitta hann.....

01 diciembre, 2005 19:36  

Publicar un comentario

<< Home