Fyrsta tönnslan farin ....

Fyrsta tönnslan farin og heilmiklar pælingar í hvað væri næst. Hvernig koma nýjar tennur, þarf að kaupa þær, er þetta vont, ég vil ekki missa fleiri tennur og svo framvegis.
Tannálfurinn er ekki til í þessu landi og tekur músin perez að sér að hirða tennur og launa fyrir. Mínum manni fanst heldur djarft að ætla að setja tönnina undir koddan því þá gæti litla músin perez ekki fundið neitt :D Lausnin hjá mínum var að setja hana bara ofaná. Allt small saman og músin Perez skipti á tönn og glaðningi.
Hjartnæmt móment þegar fyrsta tönnin fer .... eða er ég einhver kjói, gæti svosem verið. jæja nú er klukkan að verða morgunn og tími kominn á svefn. Held mig hafi dreymt draua í nótt. Vont!

8 Comments:
Sætur þessi tannlausi strákur. Skemmtilegt þetta tímabil hjá börnunum okkar og svo eru þau extra mikil krútt svona tannlaus.
Dúllan, það er svoooo gaman að missa fyrstu tönnina, en minna gaman á fullorðinsárunum......
Drauga hvað? Ef þeir birtust bara þá boðar það hamingju, nema þú hafir verið hrædd eða þeir hafi ávarpað þig, þá er það viðvörun um að taka ekki þátt í neinu sem er gagnstætt eðli þínu og lífsreglum....bara góður draumur, hamingja eða viðvörun.....
yndislegt þegar fyrsta tönnin fer og eiginlega jafn yndislegt þegar næsta fer og sú þriðja bara eins yndislegt.
hérna á þessu heimili Þarf Eiður alltaf að hringja í lísu því hún varð vitni þegar sú fyrsta fór :) yndisleg krútt þessi börn
Þetta er vissulega stór áfangi og ég sem var ekkert búin að undirbúa hann. Samt var hann búinn að vera að spekulera vegna skólafélaganna. Smús og knús til allra barna því þau eru yndisleg. Og Sigrún hvenær á að byrja aftur að bl og hvenær fæ ég næstu my..
Þetta er stórmerkisviðburður og alltaf jafn gaman að sjá þau svona tannlaus og sæt... best þegar framtennurnar í efri góm falla... eitthvað svo sætt við það...
Já ég er sammála þessu með framtennurnar, þau verða svo eitthvað óendanlega krúsý!
Þetta var mjög viðkvæmt augnablik og allskonar spekuleringar! Hvað annað.
hey ég er byrjuð að blogga aftur :P
Æðislegt .....
Publicar un comentario
<< Home