sábado, septiembre 09, 2006

Kuldaboli stígur dans.

Smá hrollur hríslast um iðilfagran kroppinn sem situr í náttkjólnum að dudda sér inn í laugardag til lukku. Í dag var risið úr rekkju rétt fyrir 0800 og nokkur pensilför tekin.

Það er óhætt að segja að sköpun islands jarðar hafi ótrúlegan mátt því mig langar varla út úr húsi, ég þessi úthverfa manneskja er orðin sjálfri mér næg og jafnvel haldin félagsfóbíu og að hluta til innhverf. Séra Jón, varaði ekki við þessu.

Ég hleð upp málverkum sem fara hvergi .... eru hjá mér eins og bæði börnin mín. Er BARA nokkuð dugleg að koma efni á blað. Það er gott að koma til Íslands og betra ef tilefnið hefði verið gleðilegra en andlát afa míns. Við megum samt ekki einblína á hlutina heldur læra af þeim og lifa með þeim.

Ég sé greinar blakta fyrir framan litla skrifstofuherbergið í Eyjahrauninu og heyri raddir barnanna í stofunni. Sennilega ekki margir á stjá og kyrrðin fyllir ástarþrána! Ektamaðurinn hringdi í okkur í gær og þegar heimsálfur skilja að þá finnur maður fyrir hvað við erum lítil án hvors annars! Það er vissulega gott að elska eins og Bubbi söng um árið og ég tek undir þau orð og óska ykkur lukkulegs laugardags á landinu kalda!

2 Comments:

Blogger S r o s i n said...

Það er gott að vera í návist fjölskyldunnar á svona stundum.

Himnarnir opnuðust og felldu tár með ykkur í ykkar sorg.
En það styttir upp um síðir...sagði einhver spakur.


Þú ert alltaf jafn dugleg að mála, ekki að spyrja að því.

Vonandi nærðu að njóta samverustundanna á Íslandi.

09 septiembre, 2006 12:52  
Anonymous Anónimo said...

Ég kveð þig, elsku afi minn
og minnast ætíð vil ég þín.
Ég þakka að Guð minn gaf mér þig,
og gaf það að þú leiddir mig.
Þig kveðja vinir kvölds á stund
með kærleiksríkri en dapri lund.
Ég bið að englar annist þig,
við aftur sjáumst lífs á stig.
(G.G. frá Melgerði)

Ég samhryggist þér og fjölskyldu þinni innilega Þórdís mín.

kveðja
Kata

09 septiembre, 2006 15:24  

Publicar un comentario

<< Home