lunes, mayo 29, 2006

El Bosque ....

Allt er vænt sem vel er grænt! Þessi hangir í stofunni minni og er eftir nokkuð hugmyndaríka listakonu!

Þessi mynd er nokkuð ólík því sem ég hef verið að sanka að mér en er alveg að fíla hana. Hún fer vel í peningahorni Feng Shui og á að laða að sér jákvæð fjármál!

Í þessu horni geymi ég íslenska mynnt, kínverska og danska ef mig misminni ekki. Að auki hef ég íslensku biblíuna, fermingar og brúðarmyndir af sjálfri mér, ömmu og afa heitnum og svo allskonar skemmtilegar myndir af góðu fólki. Myndin af myndinnni sést ekki nógu vel en ef rýnt er á skjáinn má sjá móta fyrir skógi. Ég ætla nú ekki að fara að reyna að útskýra myndina en það er eins og með brandarana og útskýringarnar ...........

Nú hef ég endurheimt ektamanninn frá Brasilíu og kann hann því fyrirheitna landi góða sögu. Við fengum að sjá nýmóðins digital slide sjóv og hlakkar kerlinguna mig að fara í sumarfrí þangað eftir 3 vikur!

Það besta í starfinu er sumarfríið. Það besta er að fara þreyttur og útkeyrður, finna að maður hefur virkilega unnið fyrir því að hafa slaka og notalega samvissku í dásamlegu fríi með allri familíunni.

Tilhlökkun og eftirvænting, það vantar ekki! Sit með blýhant, vatnsliti og hef hugann við tölvuna. Kláraði að svara fyrirspurnum vegna starfans fyrir tæpum klukkutíma og sit og dreypi á Cola Light þar sem hlýja er nokkur á heimilinu.

Vona að allir séu sáttir og sælir.

3 Comments:

Anonymous Anónimo said...

Þú veist hvað mér finnst þessi flott!
Sumarfrí eru dásamleg - mig hlakkar líka til...þó mig hlakki reyndar mest til þagnarinnar hér heima vikurnar fyrir frí ;)
Þögnin er dásamleg, bara spurning hvort maður verði ekki ringlaður þegar þögnin varir meira en 10 mínútur í senn.....
Knús til þín sætust!!

30 mayo, 2006 21:57  
Blogger Zórdís said...

Segdu, zögnin er yndisleg ...... ég sit í eldhúsinu, var ad setja á zordisina litlu myndirnar og heyri bara í ískápnum. Er ordin íllt í rassinum ad sitja á glerhördum saemastólunum!

30 mayo, 2006 23:48  
Anonymous Anónimo said...

Já, hér er einmitt þögn núna...eitt andartak allavega....
Ég er farin yfir á zordisina...

Knús enn og aftur...þú þarft að fá þér púða kona!!!

31 mayo, 2006 00:10  

Publicar un comentario

<< Home