Snillingur og snillingar

Það er komin örlítið meiri orka í kroppinn enda uppsprettan sterk og góð. Ég kíkti á Magnzórublogg og sá þar litaleik og tók þátt og er með Indigo lit en þar sem einskær snilldin leikur við mig náði ég ekki að henda þessu inn en þeir sem vilja prófa, allir yfir á Magnzórublogg. Já og er hún ekki ásamt Dagbjörtu bekkjarsystur og Gunnu kennara í framboði ......
Ég er nú það lélegasta sem Ísland hefur alið af sér hvað varðar upplýsingaflæði heimabæjarins! Þarf að vera iðnari við upplýsingaöflun og vera áhugasamari!
Veðursældin er með einsdæmum, sólin skín og von er á loftkælikerfi á skrifstofuna á næstu dögum. Mikil snilld og hamingju mun færast yfir þreyttann líkama minn, því hitamolla og svitadropar er renna niður beinabert bakið (sjor) hafa mjög sljóvgandi áhrif.
Jæja hollustan er pizzan og hún er reddý. best að láta ekki saka það upp á sig að hafa brennt hollustu kvöldsins. Meistarkokksins sárt saknað eftir 12 klst fjarveru ..... Over and Out!
4 Comments:
He he he, velkomin í pizzuhópinn, hér var það sama á boðstólum... enn eina ferðina þessa vikuna.... huhmmmm ;)
Myndin þín er skemmtileg og með stíl, gaman að sjá hvað þú ert fjölbreytt!!
Annars er Aron búinn að vera sofandi síðan kl 5 í dag og því búinn að vera sofandi í 7 klukkutíma, ég er eitthvað farin að heyra í honum blessuðum núna, ég vona bara að hann verði ekki glaðvakandi klukkan 3 í nótt og heimti að fá að fara á fætur ;)
halló frænka.
Alltaf gaman að skoða myndina þína og þessi var einstaklega skemmtileg og mikið líf í henni.
'Eg var líka að spá í hvar þú vinnur, til að geta fenið upplýsingar um leiguverð á húsum
Vi snakkes! Inga Steina
Þetta Feng Shui er spennandi ertu með fleiri gull í pokahorninu með það, og hvar á svona hamingjuhorn að vera og peningahorn??
Kveðja Margrét
Zad er svo snidugt ad eftir ad ég radadi upp í nýja húsinu okkar zá var zad Feng Shui lega rétt!
ég skal taka eitt létt Feng Shui blogg fljótlega!!!!!!
Inga mín sendu mér línu á zordis@zordis.com og sendu mér fyrirspurn og ég svara zér, vid höfum hús og alles og meira til ;)
Publicar un comentario
<< Home